Áhyggjufull móðir varar við perra á Álftanesi Breki Logason skrifar 30. september 2008 13:46 Frá Álftanesi MYND/GVA „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur því hann kom líka í fyrra og svo aftur núna þegar það fór að rökkva," segir áhyggjufull tveggja barna móðir á Álftanesi en fjölskylda hennar hefur lent í miðaldra feitlögnum perra með gleraugu í tvígang. Maðurinn hefur legið á glugga heimilisins og fyrir skömmu lá hann í runna í garðinum og horfði á dótturina sem lá í heitum potti. „Ég hélt nú að þetta væri búið í fyrra en þegar það fór að rökkva kom hann aftur. Ég vil bara láta foreldra hér á Álftanesi vita og kann enga aðra leið," segir móðirin sem hafði samband við Vísi. Maðurinn kom í fyrra á gluggann þegar foreldrarnir voru uppi í sumarbústað og fylgdist með dóttur hennar og syni, sem eru 18 og 20 ára gömul. Móðirin veit ekki hver maðurinn er en lýsir honum sem miðaldra feitlögnum manni með gleraugu. „Stelpan er miður sín yfir þessu og þorir ekki að vera ein heima á daginn." Í fyrra vetur kom maðurinn inn á lóð heimilisins, fór inn á pallinn og lá með nefið upp við gluggann. „Síðan kom hann aftur núna þar sem dóttir mín og kærasti hennar voru í heita pottinum. Hann horfir á stelpuna sem verður skelkuð og hleypur inn." Kærastinn fer síðan út til þess að loka pottinum og læsa hurðum en þá liggur maðurinn á bak við tré í garðinum og er enn að glápa inn um gluggann að sögn móðurinnar. „Þetta er rosalega skuggalegt." Lögreglan kom á staðinn í fyrravetur en þá var maðurinn á bak og burt. „Í fyrra þegar hann kom fór strákurinn út til þess að slökkva ljósin og læsa þegar þau ætluðu að fara að sofa. Þá sér hann hvar hann stendur í horninu og er að glápa inn um gluggann á herbergi dóttur minnar. Hann spyr hvað hann sé að gera og hann svarar því þá til að hann sé að fá sér frískt loft." Móðirin er handviss að um sama mann sé að ræða en veit ekki til þess að aðrar fjölskyldur í hverfinu hafi lent í svipuðu. „Þetta gerist í skjóli myrkurs og ég vil bara að foreldar á Álftanesi viti af þessum perragangi." Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur því hann kom líka í fyrra og svo aftur núna þegar það fór að rökkva," segir áhyggjufull tveggja barna móðir á Álftanesi en fjölskylda hennar hefur lent í miðaldra feitlögnum perra með gleraugu í tvígang. Maðurinn hefur legið á glugga heimilisins og fyrir skömmu lá hann í runna í garðinum og horfði á dótturina sem lá í heitum potti. „Ég hélt nú að þetta væri búið í fyrra en þegar það fór að rökkva kom hann aftur. Ég vil bara láta foreldra hér á Álftanesi vita og kann enga aðra leið," segir móðirin sem hafði samband við Vísi. Maðurinn kom í fyrra á gluggann þegar foreldrarnir voru uppi í sumarbústað og fylgdist með dóttur hennar og syni, sem eru 18 og 20 ára gömul. Móðirin veit ekki hver maðurinn er en lýsir honum sem miðaldra feitlögnum manni með gleraugu. „Stelpan er miður sín yfir þessu og þorir ekki að vera ein heima á daginn." Í fyrra vetur kom maðurinn inn á lóð heimilisins, fór inn á pallinn og lá með nefið upp við gluggann. „Síðan kom hann aftur núna þar sem dóttir mín og kærasti hennar voru í heita pottinum. Hann horfir á stelpuna sem verður skelkuð og hleypur inn." Kærastinn fer síðan út til þess að loka pottinum og læsa hurðum en þá liggur maðurinn á bak við tré í garðinum og er enn að glápa inn um gluggann að sögn móðurinnar. „Þetta er rosalega skuggalegt." Lögreglan kom á staðinn í fyrravetur en þá var maðurinn á bak og burt. „Í fyrra þegar hann kom fór strákurinn út til þess að slökkva ljósin og læsa þegar þau ætluðu að fara að sofa. Þá sér hann hvar hann stendur í horninu og er að glápa inn um gluggann á herbergi dóttur minnar. Hann spyr hvað hann sé að gera og hann svarar því þá til að hann sé að fá sér frískt loft." Móðirin er handviss að um sama mann sé að ræða en veit ekki til þess að aðrar fjölskyldur í hverfinu hafi lent í svipuðu. „Þetta gerist í skjóli myrkurs og ég vil bara að foreldar á Álftanesi viti af þessum perragangi."
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira