Innlent

Nefbraut konu eftir að hún sparkaði klof hans

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir að að hafa nefbrotið konu fyrir utan Sjallann á Akureyri í maí síðastliðnum.

Nefbrotið reyndist svo alvarlegt að rétta þurfti nefið í svæfingu. Auk þess hlaut konan mar undir báðum augum. Maðurinn játaði sök fyrir dómi en sagði konuna hafa slegið hann mörgum sinnum í höfuðið og hótað honum og unnustu hans. Skömmu síðar hafi þau svo mæst aftur og konan rekið hnéð í klofið á honum og hann því slegið hana. Maðurinn rauf með árásinni skilorð eldri dóms fyrir ofbeldisbrot og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×