Innlent

Ætla að selja 40 þúsund bleikar slaufur

Sala á bleiku slaufunni, árlegu söfnunarátaki Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega á morgun en takmarkið er að selja 40 þúsund slaufur.

Allur ágóði af sölunni verður notaður til að ljúka greiðslu á nýju stafrænu röntgentæki og öðrum búnaði til brjóstakrabbameinsleitar. Dorrit Mussaieff forsetafrú fékk fyrstu slaufuna afhenta í dag í höfuðstöðvum Krabbameinsfélagsins en slaufan er sérhönnuð af Hendrikku Waage, skargripahönnuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×