Innlent

Fjármálaráðherra segir fráleitt að Glitni hafi verið rænt

Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Fullyrðingar um að Glitni hafi verið rænt eru alveg fráleitar að mati Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Hann bendir á að stjórnendur Glitnis hafi leitað til Seðlabankans með ósk um hjálp.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og einn stærsti eigandi Stoða, sakar Seðlabankann um óbilgirni í Fréttablaðinu í dag og segir að þjóðnýtingin á Glitni sé stærsta bankarán Íslandssögunnar.

Árni segir að Ríkisstjórn og Seðlabankinn hafi lagt fram ákveðna tillögu um hvernig hægt væri að standa að þessari aðstoð og sú aðstoð hafi verið þegin. „Ef Glitnir hefði ekki þegið aðstoðina að þá hefði Glitnir orðið gjaldþrota," segir Árni. Hann bendir á að þá hefðu hluthafar tapað enn meiru en raunin varð.

Árni segir að engar formlegar viðræður hafi farið fram á milli Glitnis og Landsbankans. Menn séu almennt að skoða stöðuna á markaðnum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×