Lífið

Börn fræga fólksins eru dýrar fyrirsætur

Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick.
Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick.

Myndir af nýfæddum börnum fallega og fræga fólksins í Hollywood eru eftirsóknar af stóru tímaritunum sem fjalla um glamúr, slúður og fræga fólkið.

Tekinn hefur verið saman listi yfir fræg pör sem hafa selt tímaritum myndir af nýfæddum bönrum sínum.

Þó eru ekki allir sem láta taka þátt í skrípaleiknum. Nicole Kidman og Keith Urban töldu ekki rétt að selja myndir af dóttur þeirra Sunday Rose.

Og þá stillti Sarah Jessica Parker sér upp með soninn James Wilke, sem hún á með Matthew Broderick, fyrir utan spítalann eftir fæðinguna og leyfði ljósmyndurum að taka myndir af sér og James fríkeypis!

1. Angelina Jolie og Brad Pitt. Talið er að US magazine muni punga út 11 milljónum dollara fyrir myndir af tvíburunum Vivienne Marcheline og Knox Leon.

2. Angelina Jolie og Brad Pitt. Myndir af Shiloh Nouvel sem kom í heiminn í Nambíu 2006 voru seldar til People magazine fyrir rúmlega 5-7 milljónir dollara.

3. Jennifer Lopez og Marc Antony. Fyrr ár árinu keypti People myndir af tvíburunum Emme and Max fyrir 6 milljónir dollara.

4. Matthew McConaughey og Camila Alves. Myndir af Levi eru taldar hafa verið keyptar af OK! fyrir 3 milljónir dollara.

5. Angelina Jolie og Brad Pitt. Myndir af ættleidda syninum Pax Thien voru seldar fyrir 2 milljónir dollara til People í fyrra.

6. Anna Nicole Smith og Larry Birkhead seldu myndir af Dannielynn til OK! magazine fyrir rúmlega 2 milljónir dollara.

7. Christina Aguilera og Jordan Bratman. Í febrúar keypti People myndir af Max fyrir að talið er 1,5 milljón dollara.

8. Jessica Alba og Cash Warren seldu myndir af Honor Marie einnig á 1,5 milljón dollara en til OK!

9. Jamie Lynn Spears systir Britany seldi myndir af Maddie Briann til OK! í júní síðastliðnum fyrir tæplega milljón dollora.

10. Nicole Richie og Joel Madden. People keypti af myndir af Harlow Winter fyrir milljón dollara í febrúar.

11. Gwen Stefani og Gavin Rossdale. Í júní fyrir tveimur árum keypti OK! myndir af syninum Kingston 575.000 dollara.

12. Britney Spears og Kevin Federline. People borgaði hálfa milljón dollara fyrir myndir af Sean Preston í lok árs 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.