Innlent

Topp-Starf er gott starf

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ásdís Ásgeirsdóttir og félagi hennar Ragnar Smárason að störfum í barnagæslunni í World Class.
Ásdís Ásgeirsdóttir og félagi hennar Ragnar Smárason að störfum í barnagæslunni í World Class.

Í sumar hafa ungmenni með þroskahömlun á aldrinum 16 til 20 ára starfað í verkefninu Topp-Starf í Hinu Húsinu.

,,Það er rosalega gaman í vinnunni. Mér finnst skemmtilegast að vinna í barnagæslunni í World Class út af því litlu börnin eru svo skemmtileg við mig," segir Ásdís Ásgeirsdóttir, starfsmaður Topp-Starfs.

Topp-Starf verkefnið gengur út á að ungmenni með þroskahömlun vinna ýmis störf í fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með verkefninu er að ungmennin fái reynslu og möguleika á hinum almenna vinnumarkaði og taki virkan þátt í samfélaginu.

Ásdís segir að henni finnist fínt að prófa að vinna á ólíkum vinnustöðum. ,,Ég hef líka unnið í Bónus við að safna kerrum saman, í Valsheimilinu og Póstinum en mér finnst skemmtilegast í barnagæslunni."

Í dag fer fram sumarhátíð Topp-Starfs og verður grillað í góða veðrinu. Hljómsveitin Ingó og Veðurguðurnir stíga á stokk og fastalega er búist við því að hljómsveitin leiki sumarsmellinn Bahama. Hátíðin er opin öllum og stendur frá klukkan 12 til 15 í Hinu Húsinu.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.