Innlent

Alvarlegt slys í Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun.

Alvarlegt slys varð í Hellisheiðarvirkjun fyrir stundu. Allt tiltækt lið lögreglu- og sjúkramanna á Selfossi var sent á staðinn ásamt liðsauka úr Reykjavík. Ekki er vitað hversu margir eru slasaðir en nokkrir munu vera alvarlega slasaðir og þar af einn lífshættulega.

Jarðskjálfti að stærðinni 2,5 varð klukkan rúmlega hálf sjö í kvöld á svæðinu. Ekki er vitað hvort að skjálftinn tengist slysinu. Nánari upplýsingar fengust ekki að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×