Innlent

Lyngdalsheiðarvegur í útboð

MYND/Landvernd

Vegagerðin hefur boðið út gerð Lyngdalsheiðarvegar á milli Þingvalla og Laugarvatns og voru tilboð opnuð í vikunni. Lægsta boð átti Klæðning ehf., 500 milljónir króna, sem var 87 prósent af kostnaðaráætlun.

Verkinu á að vera að fullu lokið eftir rúm tvö ár, eða í október árið 2010. Deilur hafa staðið um lagningu vegarins sem valdið hafa því að verkinu hefur ítrekað verið slegið á frest og hefur Landvernd meðal annarra hvatt til þess að áformin verði endurskoðuð.

Nýi vegurinn verður um 15 km langur og með bundnu slitlagi. Tveir áningarstaðir verða á Lyngdalsheiði og við Laugarvatn verður gert hringtorg. Gera má ráð fyrir að þetta verði einn helsti ferðamannavegur landsins en verður hann hluti af hinum svokallaða Gullna þríhyrningi, leiðinni milli Þingvalla, Geysis og Gullfoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×