Hamilton sigraði í Mónakó 25. maí 2008 14:12 NordcPhotos/GettyImages Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag sigur í viðburðaríkum Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Veðurfar og óhöpp settu svip sinn á keppnina. Ferrari-menn virtust ætla að fara með sigur af hólmi í keppninni að þessu sinni en þeir Felipe Massa og Kimi Raikkönen hjá Ferrari voru fremstir á ráslínu. Útlitið var á hinn bóginn ekki gott hjá Hamilton, sem lenti í óhappi snemma í keppninni, ók á og sprengdi dekk, og varð því að fara í þjónustuhlé snemma. Það varð honum til happs í kappakstri sem breytilegt veðurfar gerði ökumönnum erfitt fyrir. Robert Kubica hjá BMW sló Massa við og náði öðru sætinu, en Þjóðverjinn Adrian Sutil þurfti að horfa á eftir fjórða sætinu eftir að Kimi Raikkönen ók á hann í blálokin á kappakstrinum. Raikkönen náði að skila sér inn í 9. sætið. Efstu menn í dag: 1. Lewis Hamilton, England, McLaren Mercedes, 76 hringir 2:00:42.742 2. Robert Kubica, Póllandi, BMW Sauber F1 +3.0 3. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari +4.8 4. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull Racing-Renault +19.2 5. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Scuderia Toro Rosso-Ferrari +24.6 6. Rubens Barrichello, Brasilíu, Honda +28.4 7. Kazuki Nakajima, Japan, Williams-Toyota +30.1 8. Heikki Kovalainen, Finnlandi, McLaren Mercedes +33.1 9. Kimi Raikkonen, Finnlandi, Ferrari +33.7 10. Fernando Alonso, Spáni, Renault +1 hringur Formúla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag sigur í viðburðaríkum Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Veðurfar og óhöpp settu svip sinn á keppnina. Ferrari-menn virtust ætla að fara með sigur af hólmi í keppninni að þessu sinni en þeir Felipe Massa og Kimi Raikkönen hjá Ferrari voru fremstir á ráslínu. Útlitið var á hinn bóginn ekki gott hjá Hamilton, sem lenti í óhappi snemma í keppninni, ók á og sprengdi dekk, og varð því að fara í þjónustuhlé snemma. Það varð honum til happs í kappakstri sem breytilegt veðurfar gerði ökumönnum erfitt fyrir. Robert Kubica hjá BMW sló Massa við og náði öðru sætinu, en Þjóðverjinn Adrian Sutil þurfti að horfa á eftir fjórða sætinu eftir að Kimi Raikkönen ók á hann í blálokin á kappakstrinum. Raikkönen náði að skila sér inn í 9. sætið. Efstu menn í dag: 1. Lewis Hamilton, England, McLaren Mercedes, 76 hringir 2:00:42.742 2. Robert Kubica, Póllandi, BMW Sauber F1 +3.0 3. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari +4.8 4. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull Racing-Renault +19.2 5. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Scuderia Toro Rosso-Ferrari +24.6 6. Rubens Barrichello, Brasilíu, Honda +28.4 7. Kazuki Nakajima, Japan, Williams-Toyota +30.1 8. Heikki Kovalainen, Finnlandi, McLaren Mercedes +33.1 9. Kimi Raikkonen, Finnlandi, Ferrari +33.7 10. Fernando Alonso, Spáni, Renault +1 hringur
Formúla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira