Sínum augum lítur hver silfrið Atli Steinn Guðmundsson skrifar 25. maí 2008 13:28 MYND/DV Formenn stjórnmálaflokkanna eru gestir Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag sem nú stendur yfir og er þar margt af setningi slegið. Rætt var um stöðu Íbúðalánasjóðs, framtíðarhorfur hans og hvort skynsamlegt sé að reka hann í núverandi mynd eður ei. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi möguleikann á því að skipta sjóðnum í tvennt og yrði annar hlutinn þá lánastofnun fyrir þá sem stæðu sérstaklega illa að vígi fjárhagslega en hinn hlutinn hefði með höndum núverandi starfsemi. „Guði sé lof að við höfum þó Íbúðalánasjóð og Sjálfstæðisflokknum tókst ekki að eyðileggja hann á síðasta kjörtímabili," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, og bætti því við að ástandið á húsnæðismarkaði væri enn ískyggilegra en nú er nyti sjóðsins ekki við. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði engan ætla sér að einkavæða Íbúðalánasjóð. Evrópusambandsaðild Andrúmsloftið varð lævi blandið þegar Egill Helgason sneri tali gesta sinna að Evrópusambandinu og mögulegri aðild Íslands að því. Geir H. Haarde sagði það ótækt að þjóðin afsalaði sér með þeim hætti forræði yfir fiskimiðunum og umhverfismálum auk annars. Þá sagði hann ESB-aðild hafa það í för með sér að Íslendingar glötuðu þeim áhrifum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefði í för með sér auk þess að taka á sig þann mikla kostnað sem ESB-aðild fylgdi. Þetta réði íslenskt stjórnkerfi ekki við. Þá beindi hann sjónum sínum að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu og sagði Íslendinga með slíkri aðild afsala sér vaxtaákvörðunarvaldi sínu í hendur Seðlabanka Evrópu sem miðaði ákvarðanir sínar við efnahag og þarfir stærstu ríkja bandalagsins. Eigum mikla möguleika Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, tók nú til máls og sagði menn verða að setjast niður og skoða kostina og gallana við ESB-aðild. „Við eigum mikla möguleika í hinum stóra heimi í dag," sagði Guðni. Steingrímur sagðist efa að sitjandi ríkisstjórn hefði pólitískt umboð til að hefja aðildarviðræður. ESB hafi ekki verið kosningamál í síðustu kosningum og umboð kjósenda væri einfaldlega ekki fyrir hendi. „Við skulum heldur snúa okkur að því að vinna okkur út úr núverandi ójafnvægi í efnahagsmálum," ályktaði Steingrímur. „Þú ert mjög einmana við þetta borð," sagði Egill og beindi orðum sínum til Ingibjargar Sólrúnar. Vísaði hann til þess að Samfylkingin ein hefði afdráttarlausan vilja til að ganga í Evrópusambandið. Ingibjörg sagði það ekki rétt hjá Steingrími að stjórnina skorti umboð til aðildarviðræðna. Mjög skýrt umboð lægi einmitt fyrir frá kjósendum en það sýndu skoðanakannanir svo ekki yrði um villst. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna eru gestir Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag sem nú stendur yfir og er þar margt af setningi slegið. Rætt var um stöðu Íbúðalánasjóðs, framtíðarhorfur hans og hvort skynsamlegt sé að reka hann í núverandi mynd eður ei. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi möguleikann á því að skipta sjóðnum í tvennt og yrði annar hlutinn þá lánastofnun fyrir þá sem stæðu sérstaklega illa að vígi fjárhagslega en hinn hlutinn hefði með höndum núverandi starfsemi. „Guði sé lof að við höfum þó Íbúðalánasjóð og Sjálfstæðisflokknum tókst ekki að eyðileggja hann á síðasta kjörtímabili," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, og bætti því við að ástandið á húsnæðismarkaði væri enn ískyggilegra en nú er nyti sjóðsins ekki við. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði engan ætla sér að einkavæða Íbúðalánasjóð. Evrópusambandsaðild Andrúmsloftið varð lævi blandið þegar Egill Helgason sneri tali gesta sinna að Evrópusambandinu og mögulegri aðild Íslands að því. Geir H. Haarde sagði það ótækt að þjóðin afsalaði sér með þeim hætti forræði yfir fiskimiðunum og umhverfismálum auk annars. Þá sagði hann ESB-aðild hafa það í för með sér að Íslendingar glötuðu þeim áhrifum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefði í för með sér auk þess að taka á sig þann mikla kostnað sem ESB-aðild fylgdi. Þetta réði íslenskt stjórnkerfi ekki við. Þá beindi hann sjónum sínum að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu og sagði Íslendinga með slíkri aðild afsala sér vaxtaákvörðunarvaldi sínu í hendur Seðlabanka Evrópu sem miðaði ákvarðanir sínar við efnahag og þarfir stærstu ríkja bandalagsins. Eigum mikla möguleika Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, tók nú til máls og sagði menn verða að setjast niður og skoða kostina og gallana við ESB-aðild. „Við eigum mikla möguleika í hinum stóra heimi í dag," sagði Guðni. Steingrímur sagðist efa að sitjandi ríkisstjórn hefði pólitískt umboð til að hefja aðildarviðræður. ESB hafi ekki verið kosningamál í síðustu kosningum og umboð kjósenda væri einfaldlega ekki fyrir hendi. „Við skulum heldur snúa okkur að því að vinna okkur út úr núverandi ójafnvægi í efnahagsmálum," ályktaði Steingrímur. „Þú ert mjög einmana við þetta borð," sagði Egill og beindi orðum sínum til Ingibjargar Sólrúnar. Vísaði hann til þess að Samfylkingin ein hefði afdráttarlausan vilja til að ganga í Evrópusambandið. Ingibjörg sagði það ekki rétt hjá Steingrími að stjórnina skorti umboð til aðildarviðræðna. Mjög skýrt umboð lægi einmitt fyrir frá kjósendum en það sýndu skoðanakannanir svo ekki yrði um villst.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira