Innlent

Óvíst hvort Esjan verði snjólaus í sumar

Alls óvíst er að snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í suðurhlíðum Esjunnar hverfi þetta árið. Að sögn Sigurðar Þ. Ragnarsonar, veðurfræðings á Stöð 2, hefur allur snjór horfið úr suðurhlíðum fjallsins undanfarin sjö sumur og er það lengsta tímabil sem vitað er um.

Í fyrra var snjórinn horfinn um verslunarmannahelgina eða þriðja ágúst. Á árunum 1965 til 1997 hvarf skaflinn hins vegar aldrei. Sigurður segir að nú sé enn nokkur snjór í Gunnlaugsskarði. Senn fari að kólna á næturna og því alls ekki öruggt að skaflinn muni hverfa þetta árið.

Sigurður segir snjóskaflinn í suðurhlíðum Esjunnar vera eitt besta merki um það veðurlag sem ríkandi er hverju sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×