Enski boltinn

Ferguson neitar að hafa tjáð sig um Berbatov

AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kannast ekki við að hafa lýst því yfir að félag hans væri á höttunum eftir Dimitar Berbatov í blaðaviðtölum.

Stjórnarformaður Tottenham greindi frá því í gærkvöld að félagið hefði ákveðið að senda inn formlega kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar vegna ummæla Rafa Benitez stjóra Liverpool og Alex Ferguson vegna þeirra Robbie Keane og Berbatov.

Daniel Levy vildi meina að stjórarnir væru að moka undan samningsbundnum leikmönnum Tottenham sem fyrir vikið hefðu farið fram á sölu frá félaginu.

Sir Alex segir að Tottenham gæti átt eftir að líta illa út þegar kvörtun félagsins verði tekin fyrir, því hann kannist ekki við að hafa talað um Dimitar Berbatov í viðtölum.

"Ég veit ekki hvaðan þessi ummæli eru komin - þau eru sannarlega ekki frá mér. Tottenham á eftir að skammast sín þegar málið verður tekið fyrir, því kvörtun þeirra er byggð á blaðagrein," sagði Ferguson í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×