Innlent

Einangrunarföngum ekki hleypt út á Litla-Hrauni

Fangi á Litla-Hrauni hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að ekki hafi öllum föngum í fangelsinu verið hleypt út en fyrr í dag greindi Vísir frá því að fangar hefðu verið fluttir út undir bert loft af ótta við frekari skjálfta á svæðinu. Hann var ósáttur við það og sagðist ósáttur við það sem hann kallaði mismunnun af hálfu stjórnenda fangelsins.

„Þeir sem eru í einangrunarvist og í gæsluvarðhaldi eru enn hér inni og ég er þar á meðal," sagði fanginn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Samt eru þeir með sér útisvæði fyrir þá sem er afgirt frá hinum." Hann segist hafa verið inni í setustofu þegar skjálftinn reið yfir og að hann hefði aldrei upplifað annað eins. „Húsið var eins og pappakassi í ólgusjó. Ég var á Suðurlandinu þegar skjálftarnir riðu yfir árið 2000 og þessi var miklu harðari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×