Innlent

Sjóva setur í gang viðbragðsáætlun

Vátryggingafélagið Sjóvá hefur sett í gang viðbragðsáætlun sem nú er starfað er eftir.

Í tilkynningu frá félaginu segir að starfsfólk Sjóvá hvetji fólk sem hefur orðið fyrir tjóni af völdum skjálftans að hafa samband við tjónaþjónustu Sjóvá í síma 440 2000.

Einnig er hægt að tilkynna tjónin á vef félagsins, www.sjova.is og eru nánari leiðbeiningar að finna þar.

"Áður en hafist er handa við að taka til og koma umhverfinu í samt lag bendum við fólki á að taka ljósmyndir af skemmdum og geyma skemmt lausafé til skoðunar," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×