Innlent

Hrefnum fækkar í Faxaflóla

Hrefnum í Faxaflóa hefur fækkað verulega á síðastliðnu ári samkvæmt nýrri talningu sem hvalaskoðunarmenn stóðu fyrir. Þeir skora á stjórnvöld að stöðva strax hrefnuveiðar.

Hvalaskoðunarmenn kynntu í morgun bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á fjölda hvala í faxaflóa.

Rannsóknin er unnin af Chiara Bertulli, sjávarlífræðingi og mastersnema við Háskóla Íslands, fyrir samtök hvalaskoðunarmanna - en niðurstöðurnar benda til þess að hvölum í Faxaflóa hafi fækkað verulega á síðstaliðnum tólf mánuðum. Vignir Sigursveinsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar segir að sömu hvalir sjáist hér ár eftir ár og að þeim þeim hafi fækkað áberandi mikið það sem af er þessu ári.

Hvalaskoðunarsamtök Íslands skora á stjórnvöld að hætta strax hrefnuveiðum. Vignir óttast að hvalaskoðun leggist af sem atvinnugrein ef veiðar verða ekki stöðvaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×