Forsendur framtíðarárangurs Vlad Vaiman skrifar 5. desember 2008 04:00 Margt hefur verið sagt um ástandið á Íslandi og hvað kunni að hafa valdið því. Þjóðin stendur nú frammi fyrir fjölmörgum alvarlegum vandamálum - mikilli verðbólgu, veikum gjaldmiðli, atvinnuleysi o.fl. Ég tel þó víst að öll þessi vandamál leysist á tiltölulega skömmum tíma. Miklu verra mál, sem mun þjaka íslensk fyrirtæki um nokkra hríð, er það gjaldþrot sem orðstír þjóðarinnar hefur beðið. Fram til þessa hefur vörumerkið „Ísland" komið íslenskum fyrirtækjum til góðs, en nú munu fyrirtæki þurfa að takast á við þá neikvæðu ímynd sem loðir við Ísland. Hin neikvæða ímynd þykir í erlendum fjölmiðlum endurspegla meintan fjárhagslegan og menningarlegan glannaskap Íslendinga; þeir eru taldir áhættusæknir, drjúgir með sig, ábyrgðarlausir og frekir. Þótt tiltölulega stutt sé síðan ég kom hingað til lands hef ég þegar komist að því að lítið af þessari neikvæðu ímynd á við rök að styðjast. Íslendingar eru afar gestrisið og indælt fólk með góðan félagslegan skilning. Á því verður hins vegar einhver undarleg breyting þegar kemur að viðskiptasamböndum, einkum erlendis - ég á þar við algjöran skort á svokölluðum „mjúkum" samskiptaþáttum, sem borið hefur á meðal íslenskra kaupsýslumanna á undanförnum árum. Þetta hefur ýtt undir neikvæða ímynd af hinu íslenska viðskiptasamfélagi, Vegna stöðu minnar, bæði í samfélagi fræðimanna og í umhverfi alþjóðlegra viðskiptamanna, hef ég komist í kynni við fjölmarga þekkta stjórnendur um heim allan, þ.m.t. nokkra af sýnilegustu viðskiptajöfrum Íslands. Merkilegt nokk eru þeir allir sammála um eitt, sem kemur heim og saman við þær niðurstöður sem ég hef sjálfur komist að, þ.e. að þótt íslenskir kaupsýslumenn búi yfir ágætu viðskiptaviti búa þeir fæstir yfir þeim mjúku samskiptaþáttum sem eru lykillinn að því að stunda alþjóðleg viðskipti. Nánar tiltekið hafa þeir framámenn sem ég hef talað við allir minnst á skort á þvermenningarlegri samskipta- og samningahæfni sem eina mikilvægustu skýringu þess að íslenskum fyrirtækjum hefur mistekist erlendis. Mér hafa verið sagðar margar sögur af því þegar íslenskir kaupsýslumenn hafa verið að eignast fyrirtæki erlendis alfarið á grundvelli eigin brjóstvits og greiðs aðgangs að lánsfé; þeir halda utan sem landvinningamenn og sýna menningu heimamanna lítinn skilning. Menningarleg mistök af þessu tagi hafa síðan leitt til misskilnings í samskiptum, dómgreindarskorts, rangra ákvarðana og á endanum átt þátt í hruni fyrirtækjanna. Rannsóknir og dæmin sýna að jafnvel þegar markaðsaðstæður eru hagstæðar eru allar líkur á því að menningarlegur misskilningur (rangt mat og röng túlkun) leiði til þess að fyrirtæki leggi á endanum upp laupana vegna uppsafnaðra mistaka. Þegar fjármálakreppan skall svo á, og skrúfað var fyrir lánsfjármagn, áttu íslensk fyrirtæki sér enga von í allri þeirri menningarlegu áhættu sem þeir höfðu tekið á sig án viðeigandi ráðstafana. Frá fræðilegu sjónarmiði snýst þvermenningarleg samskipta- og samningafærni um þá hæfni að geta átt viðskipti við fólk úr öðrum menningarheimum, fólk sem hefur augljóslega annað gildismat, aðrar venjur, hefðir og skoðanir en maður sjálfur. Þumalputtareglan er sú að eftir því sem menning gagnaðila er ólíkari eykst hættan á menningarlegum misskilningi, sem stafar af röngum boðskiptum. Meginorsökin er skortur á menningarlegri sjálfsvitund. Almennt séð erum við yfirleitt minnst meðvituð um okkar eigin menningarlegu sérkenni og við verðum undrandi þegar við heyrum lýsingar „útlendinga" á okkur sjálfum. Það er hins vegar sannað mál að því meðvitaðri sem við erum um eigin menningu, því hæfari erum við til þess að meta áhrifin sem hegðun okkar hefur á aðra. Landfræðileg einangrun Íslands og harðneskjulegt veðurfar hafa mótað þjóðareinkenni Íslendinga og þessi áþreifanlegi raunveruleiki skapaði skilyrði þar sem menningarleg sjálfsvitund var óþörf. Í þeirri alþjóðavæðingu sem nú ríkir í viðskiptaheiminum er menningarleg sjálfsvitund hins vegar alger nauðsyn, og það er ekki enn um seinan að læra hana og nota hana síðan sem fyrsta skref í átt til þess að öðlast leikni á sviði samskipta milli mismunandi menningarheima. Að lokum er óhjákvæmilegt að leggja á það áherslu að Íslendingar geta ekki, og mega ekki, skella dyrum á umheiminn og „hverfa aftur til fiskveiða". Íslensk viðskiptafyrirtæki þurfa að halda áfram útrás sinni til þess að tryggja velferð þjóðarinnar - hinni nýju útrás verður hins vegar að fylgja aukin áreiðanleikakönnun og undirbúningur, og mikilvægastur í þeim efnum er hæfileikinn til þess að eiga samskipti við fólk í öðrum heimshlutum á faglegan og skilvirkan hátt. Aðeins þannig mun íslensku viðskiptalífi takast að yfirvinna þá neikvæðu ímynd sem við það loðir um þessar mundir, vinna aftur glataðan orðstír og hefja aftur vegferð sína inn í hið nýja og gerbreytta hnattræna viðskiptaumhverfi. Höfundur er dósent við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt um ástandið á Íslandi og hvað kunni að hafa valdið því. Þjóðin stendur nú frammi fyrir fjölmörgum alvarlegum vandamálum - mikilli verðbólgu, veikum gjaldmiðli, atvinnuleysi o.fl. Ég tel þó víst að öll þessi vandamál leysist á tiltölulega skömmum tíma. Miklu verra mál, sem mun þjaka íslensk fyrirtæki um nokkra hríð, er það gjaldþrot sem orðstír þjóðarinnar hefur beðið. Fram til þessa hefur vörumerkið „Ísland" komið íslenskum fyrirtækjum til góðs, en nú munu fyrirtæki þurfa að takast á við þá neikvæðu ímynd sem loðir við Ísland. Hin neikvæða ímynd þykir í erlendum fjölmiðlum endurspegla meintan fjárhagslegan og menningarlegan glannaskap Íslendinga; þeir eru taldir áhættusæknir, drjúgir með sig, ábyrgðarlausir og frekir. Þótt tiltölulega stutt sé síðan ég kom hingað til lands hef ég þegar komist að því að lítið af þessari neikvæðu ímynd á við rök að styðjast. Íslendingar eru afar gestrisið og indælt fólk með góðan félagslegan skilning. Á því verður hins vegar einhver undarleg breyting þegar kemur að viðskiptasamböndum, einkum erlendis - ég á þar við algjöran skort á svokölluðum „mjúkum" samskiptaþáttum, sem borið hefur á meðal íslenskra kaupsýslumanna á undanförnum árum. Þetta hefur ýtt undir neikvæða ímynd af hinu íslenska viðskiptasamfélagi, Vegna stöðu minnar, bæði í samfélagi fræðimanna og í umhverfi alþjóðlegra viðskiptamanna, hef ég komist í kynni við fjölmarga þekkta stjórnendur um heim allan, þ.m.t. nokkra af sýnilegustu viðskiptajöfrum Íslands. Merkilegt nokk eru þeir allir sammála um eitt, sem kemur heim og saman við þær niðurstöður sem ég hef sjálfur komist að, þ.e. að þótt íslenskir kaupsýslumenn búi yfir ágætu viðskiptaviti búa þeir fæstir yfir þeim mjúku samskiptaþáttum sem eru lykillinn að því að stunda alþjóðleg viðskipti. Nánar tiltekið hafa þeir framámenn sem ég hef talað við allir minnst á skort á þvermenningarlegri samskipta- og samningahæfni sem eina mikilvægustu skýringu þess að íslenskum fyrirtækjum hefur mistekist erlendis. Mér hafa verið sagðar margar sögur af því þegar íslenskir kaupsýslumenn hafa verið að eignast fyrirtæki erlendis alfarið á grundvelli eigin brjóstvits og greiðs aðgangs að lánsfé; þeir halda utan sem landvinningamenn og sýna menningu heimamanna lítinn skilning. Menningarleg mistök af þessu tagi hafa síðan leitt til misskilnings í samskiptum, dómgreindarskorts, rangra ákvarðana og á endanum átt þátt í hruni fyrirtækjanna. Rannsóknir og dæmin sýna að jafnvel þegar markaðsaðstæður eru hagstæðar eru allar líkur á því að menningarlegur misskilningur (rangt mat og röng túlkun) leiði til þess að fyrirtæki leggi á endanum upp laupana vegna uppsafnaðra mistaka. Þegar fjármálakreppan skall svo á, og skrúfað var fyrir lánsfjármagn, áttu íslensk fyrirtæki sér enga von í allri þeirri menningarlegu áhættu sem þeir höfðu tekið á sig án viðeigandi ráðstafana. Frá fræðilegu sjónarmiði snýst þvermenningarleg samskipta- og samningafærni um þá hæfni að geta átt viðskipti við fólk úr öðrum menningarheimum, fólk sem hefur augljóslega annað gildismat, aðrar venjur, hefðir og skoðanir en maður sjálfur. Þumalputtareglan er sú að eftir því sem menning gagnaðila er ólíkari eykst hættan á menningarlegum misskilningi, sem stafar af röngum boðskiptum. Meginorsökin er skortur á menningarlegri sjálfsvitund. Almennt séð erum við yfirleitt minnst meðvituð um okkar eigin menningarlegu sérkenni og við verðum undrandi þegar við heyrum lýsingar „útlendinga" á okkur sjálfum. Það er hins vegar sannað mál að því meðvitaðri sem við erum um eigin menningu, því hæfari erum við til þess að meta áhrifin sem hegðun okkar hefur á aðra. Landfræðileg einangrun Íslands og harðneskjulegt veðurfar hafa mótað þjóðareinkenni Íslendinga og þessi áþreifanlegi raunveruleiki skapaði skilyrði þar sem menningarleg sjálfsvitund var óþörf. Í þeirri alþjóðavæðingu sem nú ríkir í viðskiptaheiminum er menningarleg sjálfsvitund hins vegar alger nauðsyn, og það er ekki enn um seinan að læra hana og nota hana síðan sem fyrsta skref í átt til þess að öðlast leikni á sviði samskipta milli mismunandi menningarheima. Að lokum er óhjákvæmilegt að leggja á það áherslu að Íslendingar geta ekki, og mega ekki, skella dyrum á umheiminn og „hverfa aftur til fiskveiða". Íslensk viðskiptafyrirtæki þurfa að halda áfram útrás sinni til þess að tryggja velferð þjóðarinnar - hinni nýju útrás verður hins vegar að fylgja aukin áreiðanleikakönnun og undirbúningur, og mikilvægastur í þeim efnum er hæfileikinn til þess að eiga samskipti við fólk í öðrum heimshlutum á faglegan og skilvirkan hátt. Aðeins þannig mun íslensku viðskiptalífi takast að yfirvinna þá neikvæðu ímynd sem við það loðir um þessar mundir, vinna aftur glataðan orðstír og hefja aftur vegferð sína inn í hið nýja og gerbreytta hnattræna viðskiptaumhverfi. Höfundur er dósent við Háskólann í Reykjavík.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun