Lífið

Með tuttugu töskur í helgarferð

Það þarf ansi marga svona kjóla til að fylla tuttugu töskur
Það þarf ansi marga svona kjóla til að fylla tuttugu töskur MYND/Getty
Margir komast af með handfarangur þegar farið er í helgarferðir. Ekki Mariah Carey. Söngdívan og eiginmaður hennar, Nick Cannon, flugu til London á dögunum til að dæma í bresku útgáfu The X Factor. Ferðin stóð í þrjá daga, hafði parið með sér ríflega tuttugu töskur af fötum.

„Það voru fimmtán töskur á einum vagni og átta á öðrum," hefur glanstímaritið In Touch Weekly eftir ferðalangi á Heathrow flugvelli. Farmurinn, sem innihélt meðal annars rúmlega 500 þúsund króna Louis Vuitton töskur, var svo fluttur af flugvellinum á lúxushótelið Dorchester.

Mariah hefur líklega ekki pakkað sjálf í töskurnar. Blaðið hefur eftir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar að það sé ekkert verra en að pakka fyrir söngkonuna. „Það getur tekið viku að pakka fyrir helgarferð," segir aðstoðarmaðurinn. „Martröð, það er það eina sem ég get sagt um það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.