Innlent

Búið að ná öllum þremur árásarmönnunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að hafa uppi á öllum þremur árásarmönnum, sem stungu útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. Tveir hafa þegar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald framyfir helgi en sá þriðji er í haldi lögreglu og ræðst í dag hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrkurðar yfir honum líka. Þolandinn var stunginn djúpu sári í bakið og gekk blóð upp af honum þegar björgunarmenn komu á vettvang. Hann er á batavegi.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×