Litla-Hraun vagga matjurtaræktar á Suðurlandi Atli Steinn Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2008 12:16 Pétur Þórisson frá Innigörðum, til vinstri, afhendir þeim Andra Má, Sigurbirni og Garðari ræktunarbúnaðinn. MYND/Sumarhúsið og garðurinn „Ég er smiður og þetta byrjaði allt með því að ég var að smíða kassana utan um kálið og svoleiðis. Þá kviknaði áhuginn á þessu," segir Garðar Garðarsson, sem afplánar fimm ára dóm á Litla-Hrauni og mun stunda garðyrkjunám við Landbúnaðarháskólann á Reykjum af kostgæfni samhliða því. Garðar er 43 ára gamall og á að baki nokkra óreglu. Hann segist hafa öðlast aukinn áhuga á lífinu þegar honum fæddist sonur fyrir sjö árum. Þá hélt hann sig á beinu brautinni í fimm ár. „Svo datt ég aðeins í það og þá fór allt í vitleysu, ég var kominn með fyrirtæki og allt saman en það fór allt. Ég fékk fimm ár og nú tek ég það bara út og sinni smíðunum og garðyrkjunni á meðan. Eftir þetta eru mér allir vegir færir," segir Garðar sem hefur afplánað tvö ár. Garðyrkjunám á háskólastigi Garðar hóf námið við Landbúnaðarháskólann að undirlagi og fyrir áeggjan Margrétar Frímannsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns, og Auðar I. Ottesen, ritstjóra Sumarhússins og garðsins sem Vísir ræddi við í gær. Námið sem Garðar leggur stund á er garðyrkjunám á háskólastigi og hann gerir ráð fyrir því að hann muni sinna hvoru tveggja, garðyrkjunni og smíðinni, í framtíðinni. Þrisvar á önn dvelur Garðar í fimm daga á Reykjum í verklegu námi en dvelur á Litla-Hrauni á næturnar. Hann er ómyrkur í máli þegar talið berst að breytingunum á Hraunsvistinni. „Hún [Margrét] er að breyta miklu. Þetta var náttúrulega refsivist og gekk allt út á að refsa mönnum hérna. Menn voru kannski dálítið meira refsiglaðir en annað og héldu að það væri að virka að refsa mönnum og koma þeim út í lífið. En það er bara ekki svoleiðis, það er öfugt," segir Garðar að skilnaði. Menntagyðjan dvelur á Hrauninu Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður segir hlut menntunar heldur betur hafa aukist í fangelsinu hin síðari ár. „Fangelsismálastofnun afgreiðir svona beiðnir. Það eru fjórir í fjarnámi hjá okkur, tveir á Bifröst og einn sem stundar háskólatengt fjarnám í Reykjavík. Að auki skráðu yfir 30 sig í nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust," útskýrir hún. Sá böggull fylgir þó skammrifi að sá grunnur sem fangarnir hafa er mjög mismunandi og nokkuð um sértæka námsörðugleika að sögn Margrétar. Því hafi sumir flosnað upp úr námi en fangar stundi þó mun meira nám nú en áður. „Samningur milli dómsmála- og menntamálaráðuneytis frá því í janúar um að Fjölbrautaskóli Suðurlands yrði miðstöð náms í fangelsum landsins var mikið happ og þetta gengur mjög vel," segir Margrét. Við erum hér með svokallaðan meðferðargang þar sem við erum með fasta fangaverði og auk þess verkefnaráðinn einstakling, Pál Einarsson, sem hefur reynslu úr fangelsum erlendis og er að setja rammann utan um starfið á meðferðarganginum," segir Margrét enn fremur og bætir því við að einnig hafi verið hleypt af stokkunum svonefndum edrúgangi þar sem þeir dvelja sem bíða þess að komast á meðferðarganginn. Þá eru AA-samtökin að sögn Margrétar með öflugt starf á Litla-Hrauni. Samstarfið við Pál Winkel gott Margrét liggur ekki á skoðunum sínum um gott samstarf við Fangelsismálastofnun og nefnir þar sérstaklega forstjórann, Pál Egil Winkel: „Það er svo gott að starfa með honum Páli. Hann hefur sýnt skólahaldi hér mikinn áhuga ásamt Erlendi Baldurssyni sem sér um skólamálin innan Fangelsismálastofnunar," segir Margrét og er svo rokin út á svæði að sinna því sem hún kallar strákana sína. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Ég er smiður og þetta byrjaði allt með því að ég var að smíða kassana utan um kálið og svoleiðis. Þá kviknaði áhuginn á þessu," segir Garðar Garðarsson, sem afplánar fimm ára dóm á Litla-Hrauni og mun stunda garðyrkjunám við Landbúnaðarháskólann á Reykjum af kostgæfni samhliða því. Garðar er 43 ára gamall og á að baki nokkra óreglu. Hann segist hafa öðlast aukinn áhuga á lífinu þegar honum fæddist sonur fyrir sjö árum. Þá hélt hann sig á beinu brautinni í fimm ár. „Svo datt ég aðeins í það og þá fór allt í vitleysu, ég var kominn með fyrirtæki og allt saman en það fór allt. Ég fékk fimm ár og nú tek ég það bara út og sinni smíðunum og garðyrkjunni á meðan. Eftir þetta eru mér allir vegir færir," segir Garðar sem hefur afplánað tvö ár. Garðyrkjunám á háskólastigi Garðar hóf námið við Landbúnaðarháskólann að undirlagi og fyrir áeggjan Margrétar Frímannsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns, og Auðar I. Ottesen, ritstjóra Sumarhússins og garðsins sem Vísir ræddi við í gær. Námið sem Garðar leggur stund á er garðyrkjunám á háskólastigi og hann gerir ráð fyrir því að hann muni sinna hvoru tveggja, garðyrkjunni og smíðinni, í framtíðinni. Þrisvar á önn dvelur Garðar í fimm daga á Reykjum í verklegu námi en dvelur á Litla-Hrauni á næturnar. Hann er ómyrkur í máli þegar talið berst að breytingunum á Hraunsvistinni. „Hún [Margrét] er að breyta miklu. Þetta var náttúrulega refsivist og gekk allt út á að refsa mönnum hérna. Menn voru kannski dálítið meira refsiglaðir en annað og héldu að það væri að virka að refsa mönnum og koma þeim út í lífið. En það er bara ekki svoleiðis, það er öfugt," segir Garðar að skilnaði. Menntagyðjan dvelur á Hrauninu Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður segir hlut menntunar heldur betur hafa aukist í fangelsinu hin síðari ár. „Fangelsismálastofnun afgreiðir svona beiðnir. Það eru fjórir í fjarnámi hjá okkur, tveir á Bifröst og einn sem stundar háskólatengt fjarnám í Reykjavík. Að auki skráðu yfir 30 sig í nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust," útskýrir hún. Sá böggull fylgir þó skammrifi að sá grunnur sem fangarnir hafa er mjög mismunandi og nokkuð um sértæka námsörðugleika að sögn Margrétar. Því hafi sumir flosnað upp úr námi en fangar stundi þó mun meira nám nú en áður. „Samningur milli dómsmála- og menntamálaráðuneytis frá því í janúar um að Fjölbrautaskóli Suðurlands yrði miðstöð náms í fangelsum landsins var mikið happ og þetta gengur mjög vel," segir Margrét. Við erum hér með svokallaðan meðferðargang þar sem við erum með fasta fangaverði og auk þess verkefnaráðinn einstakling, Pál Einarsson, sem hefur reynslu úr fangelsum erlendis og er að setja rammann utan um starfið á meðferðarganginum," segir Margrét enn fremur og bætir því við að einnig hafi verið hleypt af stokkunum svonefndum edrúgangi þar sem þeir dvelja sem bíða þess að komast á meðferðarganginn. Þá eru AA-samtökin að sögn Margrétar með öflugt starf á Litla-Hrauni. Samstarfið við Pál Winkel gott Margrét liggur ekki á skoðunum sínum um gott samstarf við Fangelsismálastofnun og nefnir þar sérstaklega forstjórann, Pál Egil Winkel: „Það er svo gott að starfa með honum Páli. Hann hefur sýnt skólahaldi hér mikinn áhuga ásamt Erlendi Baldurssyni sem sér um skólamálin innan Fangelsismálastofnunar," segir Margrét og er svo rokin út á svæði að sinna því sem hún kallar strákana sína.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði