Erlent

Tuttugasti og annar táningurinn drepinn í London

Frá vettvangi glæpsins.
Frá vettvangi glæpsins.

Táningur var skotinn til bana in í matvörubúð í Suður-London kl. 10 í gærkvöldi. Er hann tuttugasti og annar táningurinn til þess að vera drepinn í London á þessu ári. Talið er að fórnalambið hafi verið átján ára en nítján ára drengur hefur verið handtekinn grunaður um morðið.

Ekki hefur verið formlega borið kennsl á táninginn en talið er að hann hafi verið skotinn stuttu eftir að hann kom inn í búðina. Hópur fólks sást yfirgefa glæpavettvanginn á vélknúnum hjólum. Deild innan bresku lögreglunnar sem sérhæfir sig í glæpum innan samfélags svartra í London rannsakar nú málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×