Innlent

Ætla að selja sendiherrabústaði

Selja á sendiherrabústaði í Washington, Osló, London og New York og nota hluta söluverðs til að leigja annað hentugra húsnæði samkvæmt breytingartillögu frá meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Þriðja umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs fer fram á Alþingi á mánudaginn. Gert er ráð fyrir um 50 milljarða króna niðurskurði og að ríkissjóður verði rekinn með um 170 milljarða króna halla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×