Innlent

Skáksveit Rimaskóla Norðurlandameistari

Skáksveit Rimaskóla varð Norðurlandameistari grunnskólasveita. Sveitin vann öruggan 4-0 sigur á danskri sveit í lokaumferðinni. Hjörvar Steinn Grétarsson, Hörður Aron Hauksson, Sigríður Björg Helgadóttir og Jón Trausti Harðarson unnu sínar skákir. Fyrir umferðina hafði sveitin 1,5 vinnings forskot á norska sveit og sigurinn nokkuð öruggur!

 

Sveit Rimaskóla skipa:

 

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2299) 4½ v. af5

     

  2. Hörður Aron Hauksson (1728) 3 v. af 5

     

  3. Sigríður Björg Helgadóttir (1595) 4 v. af 5

     

  4. Dagur Ragnarsson 1 v. af 2

     

  5. Jón Trausti Harðarson 2 v. af 3

     

Liðsstjóri er Davíð Kjartansson en fararstjóri er Helgi Árnason skólastjóri.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×