Innlent

Umferðartafir á Hafnarfjarðarvegi í dag og á morgun

Umferðartafir verða á Hafnarfjarðarvegi til suðurs frá Fossvogi að Álftanesvegi í dag og fram á morgundaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Þar segir einnig að Snæfellsnesvegur verður lokaður vegna ræsagerðar frá klukkan fjögur aðfaranótt þriðjudagsins 12. ágúst til kl 10 sama dag. Þá minnir Vegagerðin á að framkvæmdir standa yfir víða og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×