Innlent

Hvetja stjórnvöld til að stöðva hvalveiðar

Erna Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. MYND/ÞÖK

Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega fyrirhuguðum hrefnuveiðum sem sjávarútvegsráðherra hefur nú heimilað og hvetja stjórnvöld til að stöðva þær áður en þær valdi öðrum atvinnugreinum skaða.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að hvalveiðarnar muni skaða ímynd landsins í flestum viðskiptalöndum Íslands víða um heim. Auk hafi veiðarnar haft mjög slæm áhrif á hvalaskoðun sem er orðin mjög mikilvæg afþreying í íslenskri ferðaþjónustu.  Rúmlega hundrað þúsund manns hafi farið í hvalaskoðun í fyrra og eftirspurn eftir ferðunum fari vaxandi.

Það hafi hins vegar komið fram miklar áhyggjur hjá erlendum ferðasöluaðilum með fyrirhugaðar hvalveiðar í atvinnuskyni auk þess sem einstök hvalaskoðunarfyrirtæki hafi fundið fyrir miklum breytingum í skoðun á hrefnu en þær sjást nú mun sjaldnar en áður.

Samtök ferðaþjónustunnar taka undir með ýmsum öðrum gagnrýnendum sem segja að með veiðunum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og enn fremur er minnt á að ekki hafi tekist að selja hvalkjöt til annarra landa og eftirspurn því takmörkuð við íslenska markaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×