Innlent

Heppin í kreppunni

Ung fjölskylda datt heldur betur í lukkupottinn um helgina þegar hún vann þrefaldan lottópott um síðustu helgi, samtals um 14 milljónir.

Fram kemur á vef Íslenskrar getspár að vinningshafinn sé ung kona í sambúð sem á von á sínu fyrsta barni. Hún er búin að vera með tíu raða lottóseðil í áskrift í nokkurn tíma og voru tölurnar sem dregnar voru út á laugardaginn í efstu röðinni á seðlinum hennar.

Fjölskyldan mun hafa horft á útdrátinn og átti erfitt með að trúa því að þetta væru þeirra tölur og helgin var því lengi að líða þar til þau gátu fengið það staðfest hjá starfsmönnum Getspár að þau væru orðin rúmlega 14 milljónum króna ríkari. Þau fá ráðgjöf hjá KPMG endurskoðun um meðferð og ávöxtun slíkra fjármuna. Vinningshafinn vill ekki láta nafns síns getið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×