Innlent

Emírinn af Katar til Íslands

Forseti Íslands bauð emírnum af Katar til landsins
Forseti Íslands bauð emírnum af Katar til landsins MYND/Hrönn

Von er á emírnum af Katar, Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani, og Amr Moussa, framkvæmdastjóra Arababandalagsins, hingað til lands á næstu mánuðum. Þetta var ákveðið á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssynni, forsta Íslands, í Doha, höfuðborg Katars í gær.

Á fundinum með emírnum var rætt um samstarf Íslands og Katars, meðal annars á sviði fjármála, orkumála og erfðafærði og læknavísinda og orku. Bent er á í tilkynningu forsetaembættisins að Katar hafi á undanförnum árum öflugur þátttakandi í fjármálakerfi heimsins og nýtt afraksturinn af náttúruauðlindum landsins m.a. til að taka þátt í atvinnurekstri víða á Vesturlöndum. Fjárfestingarsjóður Katars hefur þannig beitt sér undanfarið til að styrkja stöðugleika í fjármálakerfi veraldarinnar.

Sendinefnd frá Katar skipuð sérfræðingum og stjórnendum á sviði orkumála er væntanleg til Íslands á næstunni. Þá hefur Rannsóknarstofnun Katars boðið dr. Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að koma til Katars til frekari viðræðna. „Rannsóknir í erfðafræði geta komið að miklu gagni í baráttunni við fjölmarga sjúkdóma sem algengir eru í Mið-Austurlöndum," segir í tilkynningunni.

Rætt um hlutverk smáríkja við lausn deilumála

Forseti Íslands átti einnig fund í gær með framkvæmdastjóra Arababandalagsins, Amr Moussa, sem var í Doha vegna friðarviðræðna andstæðra fylkinga í Líbanon. Þar var rætt um hlutverk smáríkja við lausn deilumála, framboð Íslands til Öryggisráðsins og væntanlega heimsókn Amr Moussa til Íslands. Moussa er einn helsti áhrifamaður í arabaheiminum, mikilsvirtur sáttasemjari og fyrrum utanríkisráðherra Egyptalands.

Bent er á að í morgun hafi verið tilkynnt í Doha að náðst hefði sögulegt samkomulag milli deiluaðila í Líbanon, einkum fyrir milligöngu Amr Moussa og emírsins af Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×