Sniglar vekja athygli á sér í umferðinni í 1. maí-keyrslu Atli Steinn Guðmundsson skrifar 1. maí 2008 10:46 MYND/Einar Ólason Bifhjólasamtökin Sniglar standa fyrir stærstu hópkeyrslu ársins, hinni svokölluðu 1. maí-keyrslu, kl. 13:30 í dag og verður lagt af stað kl. 14:30 frá Marel, Austurhrauni í Garðabæ. „Við erum að vekja athygli á okkur í umferðinni, það er helsti tilgangurinn með hópkeyrslunni í dag," sagði Valdís Steinarsdóttir, formaður Sniglanna. Hún sagði hafa fjölgað til muna í 1. maí keyrslunni undanfarin ár, í fyrra hefðu 670 hjól mætt til leiks og í kringum 500 árið áður. Sagðist Valdís búast við 1.000 hjólum í dag. „Virkum félögum er alltaf að fjölga, félagatalið okkar er komið upp í 2.060 manns og virkir í fyrra voru 700. Keyrslan í dag er opin öllu bifhjólafólki eins og reyndar flestar uppákomur sniglanna. Í dag kemur fólk frá mörgum klúbbum í kringum okkur og hver klúbbur er með sinn fána," útskýrir Valdís. Hún segist hafa talið 39 vélhjólaklúbba á öllu landinu þótt ekki viti hún fjölda þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Margir klúbbar - mismunandi áherslur „Það eru mismunandi áherslur í þessu, það eru trúaðir og það eru heiðingjar, óvirkir alkóhólistar og svo er stelpuklúbbur. Þetta eru rosalega margir klúbbar og mikill hátíðarbragur á deginum. Hver klúbbur er með sinn fánabera og svo kemur strollan á eftir þeim, þetta er mjög tilkomumikil sjón," sagði Valdís. Keyrslunni lýkur á bryggjunni við Skarfabakka, gegnt Viðey, og þá tekur við stíf hátíðardagskrá. „Við verðum með kaffi og með því. Svo verður þarna kynning frá Össuri á hlífum og svoleiðis búnaði, Ökukennararfélagið verður með kynningu og Púkinn, sem er verslun með fatnað fyrir vélhjólafólk, kynnir vörur sínar. Svo verður keppt í ökuleikni sem er mjög skemmtilegt fyrirbæri. Hver klúbbur kemur sér saman um einn keppanda og svo taka þessir aðilar bifhjólaprófið hjá ökukennara. Þetta getur verið ansi skondið því þeir eru á stórum og miklum hjólum og þurfa að taka U-beygjur og gera alls kyns kúnstir," sagði Valdís. Hún kvað það hina bestu skemmtun að fylgjast með ökuleikninni og um leið væri keppnin þörf áminning til bifhjólafólks um að halda sér í formi og þekkja reglurnar. Formannsfrekjan Valdís segist vera kölluð Addý þegar blaðamaður forvitnast um hvort hún hafi ekki viðurnefni eins og flestir Sniglar. „Ég veit nú ekki hvort ég á að segja það en stjórnin kallar mig formannsfrekjuna, það er eina viðurnefnið sem ég hef, ég er ekki búin að gera neitt af mér enn þá svo hægt sé að herma eitthvað upp á mig," segir Valdís að lokum. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Bifhjólasamtökin Sniglar standa fyrir stærstu hópkeyrslu ársins, hinni svokölluðu 1. maí-keyrslu, kl. 13:30 í dag og verður lagt af stað kl. 14:30 frá Marel, Austurhrauni í Garðabæ. „Við erum að vekja athygli á okkur í umferðinni, það er helsti tilgangurinn með hópkeyrslunni í dag," sagði Valdís Steinarsdóttir, formaður Sniglanna. Hún sagði hafa fjölgað til muna í 1. maí keyrslunni undanfarin ár, í fyrra hefðu 670 hjól mætt til leiks og í kringum 500 árið áður. Sagðist Valdís búast við 1.000 hjólum í dag. „Virkum félögum er alltaf að fjölga, félagatalið okkar er komið upp í 2.060 manns og virkir í fyrra voru 700. Keyrslan í dag er opin öllu bifhjólafólki eins og reyndar flestar uppákomur sniglanna. Í dag kemur fólk frá mörgum klúbbum í kringum okkur og hver klúbbur er með sinn fána," útskýrir Valdís. Hún segist hafa talið 39 vélhjólaklúbba á öllu landinu þótt ekki viti hún fjölda þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Margir klúbbar - mismunandi áherslur „Það eru mismunandi áherslur í þessu, það eru trúaðir og það eru heiðingjar, óvirkir alkóhólistar og svo er stelpuklúbbur. Þetta eru rosalega margir klúbbar og mikill hátíðarbragur á deginum. Hver klúbbur er með sinn fánabera og svo kemur strollan á eftir þeim, þetta er mjög tilkomumikil sjón," sagði Valdís. Keyrslunni lýkur á bryggjunni við Skarfabakka, gegnt Viðey, og þá tekur við stíf hátíðardagskrá. „Við verðum með kaffi og með því. Svo verður þarna kynning frá Össuri á hlífum og svoleiðis búnaði, Ökukennararfélagið verður með kynningu og Púkinn, sem er verslun með fatnað fyrir vélhjólafólk, kynnir vörur sínar. Svo verður keppt í ökuleikni sem er mjög skemmtilegt fyrirbæri. Hver klúbbur kemur sér saman um einn keppanda og svo taka þessir aðilar bifhjólaprófið hjá ökukennara. Þetta getur verið ansi skondið því þeir eru á stórum og miklum hjólum og þurfa að taka U-beygjur og gera alls kyns kúnstir," sagði Valdís. Hún kvað það hina bestu skemmtun að fylgjast með ökuleikninni og um leið væri keppnin þörf áminning til bifhjólafólks um að halda sér í formi og þekkja reglurnar. Formannsfrekjan Valdís segist vera kölluð Addý þegar blaðamaður forvitnast um hvort hún hafi ekki viðurnefni eins og flestir Sniglar. „Ég veit nú ekki hvort ég á að segja það en stjórnin kallar mig formannsfrekjuna, það er eina viðurnefnið sem ég hef, ég er ekki búin að gera neitt af mér enn þá svo hægt sé að herma eitthvað upp á mig," segir Valdís að lokum.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira