Viðskipti erlent

Bandarísk framleiðsluvísitala mjakast upp á við

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Verksmiðja í Julietta í Georgia-ríki í Bandaríkjunum.
Verksmiðja í Julietta í Georgia-ríki í Bandaríkjunum. MYND/AP

Framleiðsla í Bandaríkjunum dróst heldur minna saman í maí en spár höfðu gert ráð fyrir og draga þau tíðindi heldur úr áhyggjum af versnandi kreppuástandi. Framleiðsluvísitalan hækkaði úr þeim 48,6 stigum sem hún var í apríl í 49,6 stig í nýliðnum mánuði en mörkin milli þenslu og samdráttar eru við 50 stig.

Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi mjög dregið úr allri neyslu vegna bágs efnahagsástands er það töluverð spurn eftir útfluttum varningi sem dregur vísitöluna upp á við. Telja sumir þetta vísbendingu um að bandarískt hagkerfi sleppi betur úr öldudalnum en á horfðist miðað við hrun húsnæðismarkaðar og síhækkandi matar- og eldsneytisverð.

Bloomberg greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×