Innlent

Tónleikahald tókst eins og best var á kosið

Vel var tekið á móti Sigur Rós í kvöld.
Vel var tekið á móti Sigur Rós í kvöld. MYND/Anton Brink

Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi lagt leið sína í Laugardalinn í dag og í kvöld til þess að hlýða á tónleika Sigur Rósar, Ólafar Arnalds og Bjarkar Guðmundsdóttur. Þeir voru haldnir til að vekja athygli á náttúru landsins.

Tónleikunum lauk um ellefuleytið og að sögn lögreglu fór tónleikahaldið fram eins og best var á kosið. Nokkuð fækkaði í tónleikagestahópnum þegar leið á kvöldið enda kólnaði þá nokkuð.

 















Tónleikagestir voru í sólskinsskapi á tónleikunum í dag og kvöld.MYND/Björn Gíslason

Hins vegar var vel tekið undir þegar Björk Guðmundsdóttir steig á svið með lokalagið Declare Independence eftir að hún hafði verið klöppuð upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×