Innlent

Sótti stjórnvana bát út á Faxaflóa

Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson er nú á leið til hafnar í Reykjavík með bát sem varð stjórnvana í morgun að sögn Landsbjargar. Ásgrímur var kallaður út í morgun vegna bátsins sem var á Syðra-Hrauni á Faxaflóa, um 14 sjómílur vestsuðvestur af Akranesi. Um er að ræða 10 tonna bát.

Ásgrímur kom að bátnum um klukkan hálfellefu og er á leið með hann í togi til hafnar í Reykjavík sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×