Innlent

Flugdólgar teknir i Leifsstöð

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar laust fyrir miðnætti, vegna óláta og óspekta. Áður höfðu þeir verið til vandræða í Flugleiðavél, sem var að koma frá Manchester, og héldu upteknum hætti í flugstöðinni.

Þeir sýndu lögreglu mótþróa og varð að handjárna þá áður en þeir voru færðir í fangageymslur, þar sem þeir eru enn og bíða yfirheyrslu. Flugfélagið hefur kært mennina, en þungar refsingar liggja við því að stefna öryggi loftfars í hættu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×