Innlent

Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði álykta um brettagarð

Jón Kr. Óskarsson (til vinstri), formaður félags eldri borgara í Hafnarfirði.
Jón Kr. Óskarsson (til vinstri), formaður félags eldri borgara í Hafnarfirði.

Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir harma að brettagarður við Víðistaðartún skuli vera kominn í strand hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vísir fjallaði um málið fyrr í dag.

Ungum jafnarðarmönnum þykir afleitt að blaðamaður Vísis skuli stilla eldir borgurum upp á móti brettaaðstöðunni eins og það er orðað í ályktuninni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Einnig má sjá frétt Vísis frá því fyrr í dag neðst í þessri frétt.

Ályktun félagsfundar Ungra Jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Fundur haldinn 5. Júní 2008

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma það að brettagarður við Víðistaðartún skuli vera komin í strand hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

UJH harma þá fordóma sem komið hafa fram gagnvart hjólabrettaiðkendum í afmörkuðum hópi fólks hér í bæ og krefjast þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar taki ekki fordóma og fáfræði sem gild rök í málinu. Önnur sveitarfélög á landinu hafa tekið forystu hvað varðar uppbyggingu á aðstöðu fyrir þessa iðkendur, áfallalaust, og situr nú Hafnarfjörður eftir.

Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2008 hefur verið gert ráð fyrir 30 milljónum í aðstöðu þessa og hvetur UJH bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vinna hörðum höndum að því að finna lausn á aðstöðuleysi brettaiðkenda hið snarasta, hjólabrettaiðkendum til góðs og íbúum Hafnarfjarðarbæjar til sóma.

UJH þykja afleitt að blaðamaður vísis.is skuli stilla eldri borgurum upp á móti brettaaðstöðunni, enda hefur formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði krafist þess að orð hans, sem rangt voru eftir höfð, verði umsvifalaust leiðrétt.

UJH ítreka stuðning sinn við púttvöll eldri borgara hver sem staðsetning hans verður enda þurfa eldri borgarar aðstöðu fyrir sín áhugamál, rétt eins og brettaiðkendur.

Athugasemd ritstjóra

Ekki náðist í Jón Kr. Óskarsson formann félags Eldri borgara í Hafnarfirði eftir að hann sendi tölvupóst þar sem hann fór fram á leiðréttingu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ritstjórn Vísis skilur ekki hvað það er í orðum Jóns sem hann vill að sé leiðrétt og stendur því við fréttina.


Tengdar fréttir

Eldri borgarar vilja púttvöll í stað brettagarðs

Harðar deilur eru í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðs brettagarðs sem átti að rísa á Víðistaðatúni. Félag eldri borgara í bænum vill frekar púttvöll á sama stað. Formaður félagsins segir minni læti í rólegum pútturum en ungum brettastrákum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×