Innlent

Dregur úr skjálftavirkni

Dregið hefur talsvert úr eftirskjálftavirkni eftir Suðurlandsskjálftann á fimmtudag í seinustu víku. Í samtali við Vísi sagði Steinunn Jakobsdóttir hjá Veðurstofu Íslands að enn mælist nokkrir sjálftar á hverri klukkustund.

Frá því kl. 21 í gærkvöld hafi mælst 120 skjálftar og hafa þeir stærstu verið af stærðinni 2-2,5. Mesta virknin er í svokallaðri Krosssprungu, sem Steinunn segir að kennd er við bæinn Kross, og svæðinu þar til vestur. Einnig hafa mælst skjálftar undir Ingólfsfjalli og austan þess. Steinunn segir að sjá má merki þess að draga sé úr skjálftanum en áfram sé full ástæða til að fylgjast náið með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×