Innlent

Árni fær ekki greitt sérstaklega fyrir lögheimili á Kirkjuhvoli

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að frétt sem birtist á forsíðu DV í dag sé efnislega röng. Þar er því haldið fram að Árni hafi fengið tæpa eina milljón króna í greiðslur fyrir að skrá lögheimili sitt á Kirkjuhvoli við Þykkvabæ. Í DV er sagt að Árni þiggi mánaðarlegar greiðslur fyrir að vera með það sem blaðið kallar „rangt lögheimili“, enda hafi Árni aldrei búið í húsinu.

Þegar Vísir náði tali af Árna sagði hann að fréttin væri efnislega röng. Hann bendir á að allir þingmenn í dreifbýliskjördæmunum fái ákveðnar greiðslur fyrir ferða- og uppihaldskostnað þegar þeir eru á ferð um kjördæmið. Því til viðbótar fái dreifbýlisþingmenn sérstakar greiðslur fyrir að halda tvö heimili, en þær greiðslur hefur Árni aldrei sótt um, enda heldur hann ekki tvö heimili.

Árni segist því aðeins hafa fengið greiðslur sem snúa að ferða- og uppihaldskostnað og það séu þær greiðslur sem DV er að vitna til. Þær greiðslur helgast hins vegar af því í hvaða kjördæmi Árni er og hafa að hans sögn ekkert með lögheimili að gera. Því er fréttin „efnislega röng" eins og hann orðar það.

Von er á tilkynningu frá Árna vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×