Innlent

Sátt um REI á stjórnarfundi Orkuveitunnar

Sátt náðist um málefni REI á auka stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gærkvöldi.

REI var á sínum tíma stofnað til að sinna fjárfetingar- þróunar- og ráðgjafaverkefnum í útlöndum. Í ályktunartillögu, sem samþykkt var á fundinum er því beint til stjórnar REI að unnin verði úttekt á áföllnum kostnaði, eðli og umfangi, fjárfestingarþörf og mögulegum tryggingum og annara leiða til að lágmarka áhættu einstakra vrkefna.

Einnig á stjórn REI að gera grein fyrir mögulegri aðkomu fjárfesta og lánastofnana að einstökum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×