Innlent

Ljósmæður ganga á fund heilbrigðsnefndar

Guðlaug Einarsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Guðlaug Einarsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Forsvarsmenn Ljósmæðrafélags Íslands ganga á nú í hádeginu á fund heilbrigðisnefnar Alþingis þar sem ræða á verkfallsaðgerðir þeirra sem hefjast á miðnætti í kvöld. Eins og fram hefur komið er þetta fyrsta verkfall í hrinu verkfalla og stendur það í tvo daga. Hafi ekki samist við ríkið um nýjan kjarsamning fyrir 29. september skellur á allsherjarverkfall.

Ljósmæður fengu í morgun stuðningsyfirlýsingar út tveimur áttum. Annars vegar frá 20 kvenna hópi sem kominn er á steypirinn og skorar á Árna Mathiesen fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í dag að efna stjórnarsáttmálann þar sem segir endurmeta beri kjör kvenna hjá hinu opinbera.

Þá hefur hjúkrunarráð Landsspítalans sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum af boðuðu verkfalli ljósmæðra og þeim afleiðingum sem verkfallið hefur fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Hjúkrunarráð hvetur yfirvöld til að leita allra úræða til lausnar þessarar deilu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×