Breiðavíkurdrengir hafna tilboði ríkisstjórnarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2008 21:05 Umfangsmikil skýrsla Breiðavíkurnefndarinnar var kynnt i febrúar á þessu ári. „Við höfnum þessu tilboði ríkisstjórnarinnar. Okkur finnst þetta svívirðileg skömm að þeir skuli gera okkur þetta tilboð," segir Georg Viðar Björnsson, varaformaður í Breiðavíkursamtökunum. Í frumvarpi, sem forsætisráðherra er með í smíðum, er gert ráð fyrir að bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík á árunum 1959-1972 verði á bilinu 375 þúsund krónur, upp í rúmar 2 milljónir. Frumvarpið er byggt á umfangsmikilli skýrslu sem gefin var út snemma á þessu ári. Georg Viðar segir að Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Breiðavíkursamtakanna, hafi verið búinn að leggja fram tillögu um bætur þar sem gert hafi verið ráð fyrir að það yrði borguð ákveðin summa sem yrði síðan margfölduð með vistunartímanum. Gert hafi verið ráð fyrir að þessi summa yrði á bilinu 600-800 þúsund fyrir mánuð en meðalvistunartími hefði verið 21 mánuður. Tilboð ríkisstjórnarinnar sé því talsvert lægra en gert hafi verið ráð fyrir.Veit ekki hvernig hægt er að meta skaðann „Síðan er það náttúrlega sem mér finnst verst af öllu að menn eiga að fara að labba á milli lögfræðings, sálfræðings og geðlæknis og láta meta sig," segir Georg Viðar. „Sko það er búð að meta okkur alveg niður í skítinn þarna fyrir vestan," bætir hann við. Georg Viðar segist ekki sjá hvernig hægt sé að meta þá eftir allan þennan tíma sem liðinn er frá vistinni. „Það eru að verða komin 50 ár síðan ég kom þarna vestur. Ég kom þarna 1958 og var þarna í fimm ár," segir hann.Fundað um málið á morgun Georg Viðar segir að haldinn verði stjórnarfundur í Breiðavíkursamtökunum á morgun og haft verði samband við Ragnar Aðalsteinsson sem muni vonandi taka ákvörðun um framhald málsins fyrir þá. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
„Við höfnum þessu tilboði ríkisstjórnarinnar. Okkur finnst þetta svívirðileg skömm að þeir skuli gera okkur þetta tilboð," segir Georg Viðar Björnsson, varaformaður í Breiðavíkursamtökunum. Í frumvarpi, sem forsætisráðherra er með í smíðum, er gert ráð fyrir að bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík á árunum 1959-1972 verði á bilinu 375 þúsund krónur, upp í rúmar 2 milljónir. Frumvarpið er byggt á umfangsmikilli skýrslu sem gefin var út snemma á þessu ári. Georg Viðar segir að Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Breiðavíkursamtakanna, hafi verið búinn að leggja fram tillögu um bætur þar sem gert hafi verið ráð fyrir að það yrði borguð ákveðin summa sem yrði síðan margfölduð með vistunartímanum. Gert hafi verið ráð fyrir að þessi summa yrði á bilinu 600-800 þúsund fyrir mánuð en meðalvistunartími hefði verið 21 mánuður. Tilboð ríkisstjórnarinnar sé því talsvert lægra en gert hafi verið ráð fyrir.Veit ekki hvernig hægt er að meta skaðann „Síðan er það náttúrlega sem mér finnst verst af öllu að menn eiga að fara að labba á milli lögfræðings, sálfræðings og geðlæknis og láta meta sig," segir Georg Viðar. „Sko það er búð að meta okkur alveg niður í skítinn þarna fyrir vestan," bætir hann við. Georg Viðar segist ekki sjá hvernig hægt sé að meta þá eftir allan þennan tíma sem liðinn er frá vistinni. „Það eru að verða komin 50 ár síðan ég kom þarna vestur. Ég kom þarna 1958 og var þarna í fimm ár," segir hann.Fundað um málið á morgun Georg Viðar segir að haldinn verði stjórnarfundur í Breiðavíkursamtökunum á morgun og haft verði samband við Ragnar Aðalsteinsson sem muni vonandi taka ákvörðun um framhald málsins fyrir þá.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira