Neyðarástand gæti skapast strax í nótt 3. september 2008 16:37 Formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands segir að neyðarástand geti skapast strax í nótt komi til verkfalls ljósmæðra eins og allt stefnir í. Ljósmæður berjast eins og kunnugt er fyrir því að fá laun sín leiðrétt í samræmi við menntun sína og laun sambærilegra stétta hjá ríkinu. Hafa þær boðað stigmagnandi verkföll í mánuðinum en þau hefjast í kvöld með tveggja sólarhringa verkfalli. Bára Hildur Jóhannsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, og Guðlaug Einarsdóttir, formaður félagsins, funduðu í dag með heilbrigðisnefnd þar sem farið var yfir framkvæmd verkfallanna og hvernig þau kæmu niður stofnunum. Þá kynntu ljósmæður túlkun sína á svokölluðum undanþágulistum um neyðarmönnun sem kveða á um hverjir fái undanþágu frá verkföllum. „Við fengum jákvæð viðbrögð þrátt fyrir alvarleika málsins og við hörmum það mikið að til þessa skuli koma. Menn hafa áhyggjur og við skynjuðum að nefndarnenn eru uggandi eins og við," segir Bára í samtali við Vísi. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem ljósmæður fari í verkfall. Ekkert heyrst í stjórnvöldum í dag Aðspurð segir Bára að ekkert hafi heyrst í stjórnvöldum í dag þannig að allt líti út fyrir að verkfallið skelli á á miðnætti. Það nær til allra stofnana á landinu en fæðingarþjónusta verður veitt eins og undanþágulistar gera ráð fyrir. Ef til neyðarástands kemur er kölluð til nefnd sem skipuð er fulltrúa ljósmæðra og ríkisins og ef hún kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu fer ágreiningsefnið fyrir félagsdóm. Aðspurð hvort neyðarástand geti skapast næstu tvo daga segir Bára að það geti orðið strax í nótt ef miðað sé við fæðingarfjölda íslenskra kvenna. „Við vitum ekki hversu margar konur munu eiga næstu daga," segir Bára enn fremur. Um 220 ljósmæður eru í Ljósmæðrafélagi Íslands og starfa í 130 stöðugildum hjá ríkinu. Bára segir að um 70-80 prósent ljósmæðra fari í verkfall í kvöld. Bára ítrekar að ljósmæðrum þyki miður að svona skuli fara en þetta sé besta starf í heimi. „Við lifum hins vegar ekki á stoltinu," bætir hún við. Næsti samningafundur í deilunni er í fyrramálið klukkan tíu hjá ríkissáttasemjara. Aðspurð um ný útspil í deilunni segir Bára að samninganefndin sé alltaf að vinna að hugmyndum og tillögum. „Okkar skylda er að gera okkar besta en við verðum að gera samninga sem félagsmenn geta sætt sig við," segir Bára. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands segir að neyðarástand geti skapast strax í nótt komi til verkfalls ljósmæðra eins og allt stefnir í. Ljósmæður berjast eins og kunnugt er fyrir því að fá laun sín leiðrétt í samræmi við menntun sína og laun sambærilegra stétta hjá ríkinu. Hafa þær boðað stigmagnandi verkföll í mánuðinum en þau hefjast í kvöld með tveggja sólarhringa verkfalli. Bára Hildur Jóhannsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, og Guðlaug Einarsdóttir, formaður félagsins, funduðu í dag með heilbrigðisnefnd þar sem farið var yfir framkvæmd verkfallanna og hvernig þau kæmu niður stofnunum. Þá kynntu ljósmæður túlkun sína á svokölluðum undanþágulistum um neyðarmönnun sem kveða á um hverjir fái undanþágu frá verkföllum. „Við fengum jákvæð viðbrögð þrátt fyrir alvarleika málsins og við hörmum það mikið að til þessa skuli koma. Menn hafa áhyggjur og við skynjuðum að nefndarnenn eru uggandi eins og við," segir Bára í samtali við Vísi. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem ljósmæður fari í verkfall. Ekkert heyrst í stjórnvöldum í dag Aðspurð segir Bára að ekkert hafi heyrst í stjórnvöldum í dag þannig að allt líti út fyrir að verkfallið skelli á á miðnætti. Það nær til allra stofnana á landinu en fæðingarþjónusta verður veitt eins og undanþágulistar gera ráð fyrir. Ef til neyðarástands kemur er kölluð til nefnd sem skipuð er fulltrúa ljósmæðra og ríkisins og ef hún kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu fer ágreiningsefnið fyrir félagsdóm. Aðspurð hvort neyðarástand geti skapast næstu tvo daga segir Bára að það geti orðið strax í nótt ef miðað sé við fæðingarfjölda íslenskra kvenna. „Við vitum ekki hversu margar konur munu eiga næstu daga," segir Bára enn fremur. Um 220 ljósmæður eru í Ljósmæðrafélagi Íslands og starfa í 130 stöðugildum hjá ríkinu. Bára segir að um 70-80 prósent ljósmæðra fari í verkfall í kvöld. Bára ítrekar að ljósmæðrum þyki miður að svona skuli fara en þetta sé besta starf í heimi. „Við lifum hins vegar ekki á stoltinu," bætir hún við. Næsti samningafundur í deilunni er í fyrramálið klukkan tíu hjá ríkissáttasemjara. Aðspurð um ný útspil í deilunni segir Bára að samninganefndin sé alltaf að vinna að hugmyndum og tillögum. „Okkar skylda er að gera okkar besta en við verðum að gera samninga sem félagsmenn geta sætt sig við," segir Bára.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira