Tvíeggjað sverð Helgi Helgason skrifar 3. september 2008 05:30 Með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í Georgíu verðum við Íslendingar að spyrja okkur að því hvort við viljum virkilega taka þá áhættu að Rússar eigi hér efnahagslegra hagsmuna að gæta. Hér er ég að tala um olíuhreinsunarstöð sem einhverjir aðilar virðast vinna hörðum höndum að koma á fót á Vestfjörðum. Ég segi einhverjir aðilar vegna þess að það er með þessa olíuhreinsunarstöð líkt og með Fréttablaðið forðum, það virðist vera farið með það sem mannsmorð hverjir eigi fyrirtækið. Þó hefur það vitnast að stöðin verði í eigu rússneskra aðila en ekki hverra. Rússar hafa farið hamförum í Georgíu og Ossetíu. Ekki einungis hafa traust vitni borið þeim illa söguna heldur hafa borist af þeim myndir þar sem klárlega sést að rússneskir hermenn haga sér eins og verstu níðingar. Og við skulum athuga það að voðaverk Rússa eru mjög sennilega framin að skipun valdhafa í Moskvu. Ofan í allt saman ljúga svo rússneski forsetinn, forsætisráðherrann og hershöfðingjar til um brottflutning rússneska hersins eins og um var samið í vopnahléssamkomulagi milli Georgíu og Rússlands að tilstuðlan vesturvelda. Nú eru Rússar farnir að efla heraflann sinn að nýju. Flugvélar þeirra eru farnar að fljúga framhjá og umhverfis Ísland á nýjan leik. Rússneski sendiherrann á Íslandi sagði í viðtali í sjónvarpinu, með þjósti, að Íslendingar ættu bara að sætta sig við þetta. Þegar fréttamaðurinn spurði sendiherrann eitthvað í þá veruna hvort svona hátterni væri sæmandi í garð vinaþjóðar þá kom hik á hann og augun hringsnerust í hausnum á honum. Mér fannst eins og í þögninni og hikinu hjá honum fælust orðin: „Við erum ekki vinaþjóð ykkar." Það er undarlegt fyrir mig sem gömlum NATO-sinna og sjálfstæðismanni að enda þessa grein á því að biðla til ráðherra Samfylkingarinnar um að koma í veg fyrir þessi áform um olíuhreinsunarstöð. Á hugsjónalausu hagsmunasamtökin sem kalla sig Sjálfstæðisflokk er ekki lengur að treysta. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í Georgíu verðum við Íslendingar að spyrja okkur að því hvort við viljum virkilega taka þá áhættu að Rússar eigi hér efnahagslegra hagsmuna að gæta. Hér er ég að tala um olíuhreinsunarstöð sem einhverjir aðilar virðast vinna hörðum höndum að koma á fót á Vestfjörðum. Ég segi einhverjir aðilar vegna þess að það er með þessa olíuhreinsunarstöð líkt og með Fréttablaðið forðum, það virðist vera farið með það sem mannsmorð hverjir eigi fyrirtækið. Þó hefur það vitnast að stöðin verði í eigu rússneskra aðila en ekki hverra. Rússar hafa farið hamförum í Georgíu og Ossetíu. Ekki einungis hafa traust vitni borið þeim illa söguna heldur hafa borist af þeim myndir þar sem klárlega sést að rússneskir hermenn haga sér eins og verstu níðingar. Og við skulum athuga það að voðaverk Rússa eru mjög sennilega framin að skipun valdhafa í Moskvu. Ofan í allt saman ljúga svo rússneski forsetinn, forsætisráðherrann og hershöfðingjar til um brottflutning rússneska hersins eins og um var samið í vopnahléssamkomulagi milli Georgíu og Rússlands að tilstuðlan vesturvelda. Nú eru Rússar farnir að efla heraflann sinn að nýju. Flugvélar þeirra eru farnar að fljúga framhjá og umhverfis Ísland á nýjan leik. Rússneski sendiherrann á Íslandi sagði í viðtali í sjónvarpinu, með þjósti, að Íslendingar ættu bara að sætta sig við þetta. Þegar fréttamaðurinn spurði sendiherrann eitthvað í þá veruna hvort svona hátterni væri sæmandi í garð vinaþjóðar þá kom hik á hann og augun hringsnerust í hausnum á honum. Mér fannst eins og í þögninni og hikinu hjá honum fælust orðin: „Við erum ekki vinaþjóð ykkar." Það er undarlegt fyrir mig sem gömlum NATO-sinna og sjálfstæðismanni að enda þessa grein á því að biðla til ráðherra Samfylkingarinnar um að koma í veg fyrir þessi áform um olíuhreinsunarstöð. Á hugsjónalausu hagsmunasamtökin sem kalla sig Sjálfstæðisflokk er ekki lengur að treysta. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar