Innlent

Segir A-listann hafa skaðað bæjarfélagið í Bolungarvík

Skýringar A-listans á meirihlutaslitum í Bolungarvík eru ótrúverðugar og hafa skaðað ímynd bæjarfélagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fulltrúa K-listans í bæjarstjórn. Þeir saka oddvita A-listans um dylgjur og rangfærslur.

Meirihluti A- og K-listans í bæjarstjórnar Bolungarvíkur sprakk á þriðjudaginn.

Í kjölfarið mynduðu A-listi og D-listi sjálfstæðismanna nýjan meirihluta.

Fulltrúar A-listans í bæjarstjórn segja að alvarlegur trúnabrestur hafi valdið því að meirihlutinn sprakk. Þá hafi einnig verið mikil óánægja innan raða listans með fjárhagslega stöðu bæjarfélagsins og aðgerðir vegna hennar.

Grímur Atlason, fráfarandi bæjarstjóri, hefur gagnrýnt þessar skýringar og segir þær vera ótrúverðugar.

Undir þetta taka fulltrúar K-listans í bæjarstjórn. Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í dag er Anna G. Edvarsdóttir, oddviti A-listans, gagnrýnd harðlega. Eru skýringar hennar á meirihlutaslitunum sagðar fullar dylgjum og rangfærslum.

Segir ennfremur að öll sú umræða sem hafi átt sér stað í kjölfar slitanna hafi skaða ímynd Bolungarvíkur.

Þá er dregið í efa að hagsmunir bæjarfélagsins hafi verið hafði að leiðarljósi þegar meirihlutasamstarfinu var slitið.

Ekki náðist í Önnu G. Edvardsdóttur, í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×