Innlent

Um 300 manns mótmæla ástandinu á Gaza

Núna klukkan 16:00 hófst mótmælafundur á Lækjartorgi sem félagið Ísland-Palestína stendur fyrir. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru um 300 manns á mótmælunum. Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra er meðal þeirra sem eru að mótmæla.

Fundarstjóri á fundinum er Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ en Ögmundur Jónasson alþingismaður er meðal ræðumanna.

Fólk hefur látið vel í sér heyra og bera margir Palestínu fána. Einnig er stór fáni með áletruninni „Stöðvið stríðsglæpina" nokkuð áberandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×