Lífið

Amy hittir eiginmanninn loksins á mánudaginn

Söngspíran Amy Winehouse fær loksins að hitta sinn heittelskaða Blake Fielder-Civil í fyrsta sinn í langan tíma á mánudaginn. Eiginmaðurinn, sem hefur glímt við fíkniefnin ekki síður en spúsan, fær að taka á móti gestum á meðferðarstofnuninni sem hann dvelur nú á en honum var sleppt úr fangelsi á dögunum.

Breskir miðlar hafa mikið gert úr því að Winehouse hafi ákveðið að skilja við kappann en hún vill ekki játa því. „Ég fæ að hitta hann á mánudaginn. Hlutirnir hafa ekki gengið allt of vel hjá okkur enda höfum við ekki gert það í ár. En ég elska manninn," sagði Amy grátklökk við blaðamann The Sun sem ræddi við hana í gegnum dyrasímann á heimili hennar í London.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.