Glimrandi gangur á skemmtistaðnum Glitni 30. október 2008 00:01 Er ánægður með lánið frá Færeyjum. Hann segir samlanda sína hafa verið virkilega áhyggjufulla yfir ástandinu á Íslandi. „Jú, við vissum alveg af því að við ættum nafna á Íslandi. Og þykir það sorglegt hvernig komið er fyrir honum. Hins vegar er alveg glimrandi gangur hjá okkur og ekkert gjaldþrot í spilunum," segir Hans Andreasen, vert á veitinga- og skemmtistaðnum Glitni í Þórshöfn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá hefur færeyska ríkisstjórnin ákveðið að koma Íslandi til hjálpar á þessum síðustu og verstu og hyggjast veita þjóðinni lán upp á 300 milljónir danskra. Án nokkurra skilyrða ef marka má fyrstu fréttir. Hans segir að Færeyingar allir hugsi hlýlega til íslensku þjóðarinnar á þessari stundu. Enda eigi þjóðirnar margt sameiginlegt. Hann bætir því hins vegar við að þetta sé kannski líka svolítið kaldhæðnislegt og fyndið; að litla eyjan skuli koma þeirri stóru til hjálpar. Ekki síst í ljósi íslensku útrásarinnar þar sem Íslendingar blönduðu geði við stórþjóðir en gleymdu kannski sínum nánustu á Færeyjum. En fyrst og fremst er Andreasen ánægður með aðstoð færeysku ríkisstjórnarinnar. Og telur að þetta eigi eingöngu eftir að styrkja vináttubönd landanna. „Við höfum mikla trú á Íslendingum og teljum að þeir verði fljótir að ná sér á strik. Og kannski í framtíðinni, ef Færeyjar lenda í viðlíka vandræðum, eiga Íslendingar eftir að koma okkur til aðstoðar." Færeyingar hafa alltaf notið töluverðrar hylli á Íslandi. Færeysk tónlist hefur alltaf átt upp á pallborðið hjá Íslendingum og er skemmst að minnast vinsælda Eivarar Pálsdóttur. Færeyska X-factor-stjarnan Jógvan var, eins og aðrir Íslendingar, ákaflega upprifinn yfir stuðningi landa sinna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega fallega gert af samlöndum mínum," segir hann en bætir því við að Færeyingar hafi haft virkilegar áhyggjur af frændum sínum. „Fólk var að hringja í mig og spyrja mig hvort mig vantaði mat, hvort greiðslukortin virkuðu og svoleiðis. Þeir höfðu virkilegar áhyggjur," útskýrir Jógvan en bætir því við að Færeyingar viti nákvæmlega hvernig íslensku þjóðinni líði. „Við vitum alveg hvað kreppa er, það eru bara fimmtán ár síðan við upplifðum það sama, fólksflótta og atvinnuleysi. Og Færeyingum er því ekki beint hlátur í huga." Jógvan er ekkert á þeim buxunum að yfirgefa Ísland þrátt fyrir bagalegt efnahagsástand. „Ég fann ekkert fyrir kreppunni í Færeyjum á sínum tíma og ætla því að standa þessa af mér."- fgg Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira
„Jú, við vissum alveg af því að við ættum nafna á Íslandi. Og þykir það sorglegt hvernig komið er fyrir honum. Hins vegar er alveg glimrandi gangur hjá okkur og ekkert gjaldþrot í spilunum," segir Hans Andreasen, vert á veitinga- og skemmtistaðnum Glitni í Þórshöfn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá hefur færeyska ríkisstjórnin ákveðið að koma Íslandi til hjálpar á þessum síðustu og verstu og hyggjast veita þjóðinni lán upp á 300 milljónir danskra. Án nokkurra skilyrða ef marka má fyrstu fréttir. Hans segir að Færeyingar allir hugsi hlýlega til íslensku þjóðarinnar á þessari stundu. Enda eigi þjóðirnar margt sameiginlegt. Hann bætir því hins vegar við að þetta sé kannski líka svolítið kaldhæðnislegt og fyndið; að litla eyjan skuli koma þeirri stóru til hjálpar. Ekki síst í ljósi íslensku útrásarinnar þar sem Íslendingar blönduðu geði við stórþjóðir en gleymdu kannski sínum nánustu á Færeyjum. En fyrst og fremst er Andreasen ánægður með aðstoð færeysku ríkisstjórnarinnar. Og telur að þetta eigi eingöngu eftir að styrkja vináttubönd landanna. „Við höfum mikla trú á Íslendingum og teljum að þeir verði fljótir að ná sér á strik. Og kannski í framtíðinni, ef Færeyjar lenda í viðlíka vandræðum, eiga Íslendingar eftir að koma okkur til aðstoðar." Færeyingar hafa alltaf notið töluverðrar hylli á Íslandi. Færeysk tónlist hefur alltaf átt upp á pallborðið hjá Íslendingum og er skemmst að minnast vinsælda Eivarar Pálsdóttur. Færeyska X-factor-stjarnan Jógvan var, eins og aðrir Íslendingar, ákaflega upprifinn yfir stuðningi landa sinna. „Mér finnst þetta bara ótrúlega fallega gert af samlöndum mínum," segir hann en bætir því við að Færeyingar hafi haft virkilegar áhyggjur af frændum sínum. „Fólk var að hringja í mig og spyrja mig hvort mig vantaði mat, hvort greiðslukortin virkuðu og svoleiðis. Þeir höfðu virkilegar áhyggjur," útskýrir Jógvan en bætir því við að Færeyingar viti nákvæmlega hvernig íslensku þjóðinni líði. „Við vitum alveg hvað kreppa er, það eru bara fimmtán ár síðan við upplifðum það sama, fólksflótta og atvinnuleysi. Og Færeyingum er því ekki beint hlátur í huga." Jógvan er ekkert á þeim buxunum að yfirgefa Ísland þrátt fyrir bagalegt efnahagsástand. „Ég fann ekkert fyrir kreppunni í Færeyjum á sínum tíma og ætla því að standa þessa af mér."- fgg
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sjá meira