Erlent

Aflétta hömlum sem settar voru á grundvelli hryðjuverkalaga

Gordon Brown forsætisráðherra Breta.
Gordon Brown forsætisráðherra Breta.

Bretar hafa aflétt þeim hömlum sem settar voru á viðskipti með eignir Landsbankans á grundvelli hryðjuverkalaga. Þetta kemur fram á viðskiptavefnum Bloomberg.

„Eftir símtal á milli Alistair Darling fjármálaráðherra og forsætisráðherra Íslands var öllum hömlum með tilvísun til hryðjuverkalaga aflétt," segir Haukur Olafsson sendifulltrúi í London í samtali við Bloomberg. „Þetta þýðir að hluti af starfsemi Landsbankans getur haldið áfram," segir Haukur. Bretland frysti eignirnar í fyrradag og hótaði að höfða mál gegn Íslandi fyrir hönd 300 þúsund sparifjáreigenda sem höfðu lagt fé sitt inn í Icesave.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, sendi Geir Haarde forsætisráðherra bréf í dag þar sem hann óskaði eftir því að diplómatísk lausn fyndist á deilu Breta og Íslendinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×