Erlent

NATO sendur herskip til Sómalíu

NATO hefur nú ákveðið að senda herskip til Sómalíu til að taka þátt í baráttunni þar gegn sjóræningjum.

Senda á flota af herskipum á svæðið fyrir áramót og eiga þau að fylgja skipum frá Sameinuðu þjóðunum með matvælaaðstoð til landsins auk þess að berjast við sjóræningja.

Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að sjóræningjar rændu skipi við landið í síðasta mánuði sem hlaðið var 33 skriðdrekum auk annarra vopna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×