Innlent

181 farþegi heill á húfi eftir rautt útkall í Keflavík

Vélin var að koma frá Amsterdam í Hollandi
Vélin var að koma frá Amsterdam í Hollandi

Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu var kallað út að Keflavíkurflugvelli fyrir stundu. Þar nauðlenti Boeing 757-200 vél Icelandair með einkennisstafina TF-FIZ. Vélin var með dautt á vinstri hreyfli en lendingin gekk vel.

Allir eru heilir en um borð voru 181 manns og 5,9 tonn af eldsneyti. Samkvæmt heimildum Vísis var vélin að koma frá Amsterdam.

„Vélin var skammt undan þegar drapst á öðrum mótornum en vélin lenti eðlilega," segir Þorgeir Pálsson forstjóri Flugstoða í samtali við Vísi.

Hann nefndi einnig að vélar sem þessar væru hannaðar þannig að hægt væri að lenda þeim eðlilega þó annar hreyfillinn væri úti.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×