Hönnuð atburðarrás sett af stað til höfuðs Guðmundi Andri Ólafsson skrifar 10. júlí 2008 12:03 Guðmundur Þóroddsson Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að leka bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað. Í gærmorgun barst Guðmundi bréf frá Karli Axelssyni lögmanni þar sem skorað var á hann að skila gögnum sem Guðmundur átti að hafa tekið ófrjálsri hendi úr skjalasöfnum Orkuveitunnar skömmu áður en hann lét þar af störfum. Þá var Guðmundur einnig í bréfinu beðinn um að skila bifreið sem hann hefur haft til afnota í samræmi við ráðningarsamning sinn. Síðar sama dag flutti sjónvarpið fréttir af málinu og vitnaði í bréfið sem Guðmundur hafði fengið í hendurnar órfáum tímum áður. "Ég held að það sé ekki tilviljun að ákveðnir blaða og fréttamenn fái þetta bréf í hendurnar nánast á sama tíma og það er skrifað. Það er nánast eins og bréfið sé sérstaklega skrifað til þess að koma því í hendur á þessum sömu blaða- og fréttamönnum," segir Guðmundur og bætir því við að hann hafi ekki heyrt af þessu máli fyrr en hann fékk bréf frá lögmanni í gær. Hann segir það undarlegt að verið sé að gera athugasemdir við það að hann hafi ekki skilað jeppa sem hann hefur haft til afnota í samræmi við ráðningarsamning sinn. "Ég ráðfærði mig við lögfræðinginn sem skrifaði ráðningsamninginn fyrir Orkuveituna. Hans mat var það að hlunnindi fylgdu. Engar athugasemdir voru gerðar við það fyrr en í gær," segir Guðmundur. Varðandi skjölinn sem hann á að hafa tekið ófrjálsri hendir segir Guðmundur að þeim hafi verið útbýtt í fjölriti til stjórnarmanna á stjórnarfundum OR . "Þetta eru allt skjöl frá því að ég sat stjórnarfundi OR. Sem ég hef ekki gert síðan í ágúst á síðasta ári. Þetta eru allt skjöl sem geymd voru á minni einkaskrifstofu en ekki í skjalasafni OR eins og sagt var í fréttum RÚV og Morgunblaðsins," en það eru þeir fjölmiðlar sem Guðmundur segir að bréfi Karls Axelssonar lögmanns hafi verið lekið til. "Það er mikil pólitísk lykt af þessu. Þetta eru svipuð vinnubrögð og maður hefur orðið vitni að undanfarið í stjórnmálunum. Það er verið að hanna atburðarrás. Ég skil ekki hvað menn eru að fara í þessu. Og skil ekki hvað er verið að fara á eftir mér. Ég hélt að það væri allt frágengið," segir Guðmundur. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira
Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að leka bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað. Í gærmorgun barst Guðmundi bréf frá Karli Axelssyni lögmanni þar sem skorað var á hann að skila gögnum sem Guðmundur átti að hafa tekið ófrjálsri hendi úr skjalasöfnum Orkuveitunnar skömmu áður en hann lét þar af störfum. Þá var Guðmundur einnig í bréfinu beðinn um að skila bifreið sem hann hefur haft til afnota í samræmi við ráðningarsamning sinn. Síðar sama dag flutti sjónvarpið fréttir af málinu og vitnaði í bréfið sem Guðmundur hafði fengið í hendurnar órfáum tímum áður. "Ég held að það sé ekki tilviljun að ákveðnir blaða og fréttamenn fái þetta bréf í hendurnar nánast á sama tíma og það er skrifað. Það er nánast eins og bréfið sé sérstaklega skrifað til þess að koma því í hendur á þessum sömu blaða- og fréttamönnum," segir Guðmundur og bætir því við að hann hafi ekki heyrt af þessu máli fyrr en hann fékk bréf frá lögmanni í gær. Hann segir það undarlegt að verið sé að gera athugasemdir við það að hann hafi ekki skilað jeppa sem hann hefur haft til afnota í samræmi við ráðningarsamning sinn. "Ég ráðfærði mig við lögfræðinginn sem skrifaði ráðningsamninginn fyrir Orkuveituna. Hans mat var það að hlunnindi fylgdu. Engar athugasemdir voru gerðar við það fyrr en í gær," segir Guðmundur. Varðandi skjölinn sem hann á að hafa tekið ófrjálsri hendir segir Guðmundur að þeim hafi verið útbýtt í fjölriti til stjórnarmanna á stjórnarfundum OR . "Þetta eru allt skjöl frá því að ég sat stjórnarfundi OR. Sem ég hef ekki gert síðan í ágúst á síðasta ári. Þetta eru allt skjöl sem geymd voru á minni einkaskrifstofu en ekki í skjalasafni OR eins og sagt var í fréttum RÚV og Morgunblaðsins," en það eru þeir fjölmiðlar sem Guðmundur segir að bréfi Karls Axelssonar lögmanns hafi verið lekið til. "Það er mikil pólitísk lykt af þessu. Þetta eru svipuð vinnubrögð og maður hefur orðið vitni að undanfarið í stjórnmálunum. Það er verið að hanna atburðarrás. Ég skil ekki hvað menn eru að fara í þessu. Og skil ekki hvað er verið að fara á eftir mér. Ég hélt að það væri allt frágengið," segir Guðmundur.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira