Innlent

Nýjar leiðbeiningar í skyndihjálp

Leiðbeiningum í skyndihjálp hefur verið breytt. Mynd/ Bæjarins besta.
Leiðbeiningum í skyndihjálp hefur verið breytt. Mynd/ Bæjarins besta.
Á þessu ári var leiðbeiningum í skyndihjálp og endurlífgun breytt í samræmi við niðurstöður nýjustu rannsókna. Helstu breytingarnar í endurlífgun við drukknun voru að nú á að byrja á því að blása 5 sinnum og hefja síðan hefðbundna endurlífgun sem er hnoða 30 sinnum og blása tvisvar sinnum þar til viðkomandi fer að anda sjálfur eða að sérhæfð aðstoð berst. Áður voru leiðbeiningarnar að blása 2 sinnum og hnoða 15 sinnum hjá fulloðnum en hjá börnum að blása 1 sinni og hnoða 5 sinnum en í nýju leiðbeiningunum er sama tíðnin hjá börnum og fullorðnum.

Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa í gegnum tíðina unnið að bættu öryggi almennings, meðal annars á sundstöðum. Árið 2004 útbjuggu félögin veggspjald um endurlífgun við drukknun sem sent var á alla sundstaði. Vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á leiðbeiningum um endurlífgun hafa félögin endurgert veggspjaldið um endurlífgun við drukknun sem sent var á sundstaði árið 2004.

Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetja jafnframt alla til að kynna sér efni veggspjaldanna og umfram allt að sækja skyndihjálparnámskeið þar sem rétt viðbrögð við slysum og veikindum geta skilið á milli lífs og dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×