Innlent

Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði fær veglegan styrk

Frá afhendingu gjafarinnar við Háskóla Íslands: Sóley S. Bender, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, stofnandi sjóðsins og Sigurður J. Hafsteinsson, fjármálastjóri Háskóla Íslands.
Frá afhendingu gjafarinnar við Háskóla Íslands: Sóley S. Bender, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, stofnandi sjóðsins og Sigurður J. Hafsteinsson, fjármálastjóri Háskóla Íslands.

Á dögunum færði Ingibjörg R. Magnúsdóttir Háskóla Íslands afar rausnarlega gjöf er hún bætti 1.750.000 krónum í sjóð sem starfar í hennar nafni við Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Þetta rausnarlega framlag Ingibjargar kemur í tilefni af eins árs afmæli sjóðsins og 85 ára afmæli hennar.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að markmið sjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur sé að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Sjóðurinn muni veita styrki til rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi, sem falli að markmiði sjóðsins.

Stofnfé sjóðsins er samtals 5 milljónir króna og samanstendur af gjafafé frá Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, framlagi Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, framlagi frá Glitni, framlagi frá Ljósmæðrafélagi Íslands, framlagi frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, gjafafé frá Magnúsi Friðriki Guðrúnarsyni og af gjafafé í tilefni doktorsprófs Sigrúnar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings.

Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði Háskóla Íslands og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×