Innlent

Sjóliðar lagfærðu minnismerki

Sjóliðar úr breskum tundurspilli sem liggur við Reykjavíkurhöfn gerðu endurbætur á minnismerki í Fossvogskirkjugarði í dag. Liðsforingi um borð segir það fremur sjaldgæft að sjóliðar um borð bjóði sig fram til slíkra verka.

Um tvö hundruð sjóliðar eru um borð í bresks tundurspillinum HMS Exeter sem er við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn vegna ráðstefnu og minningarathafnar um skipalestir bandamanna til Rússlands í síðari heimsstyrjöld.

Minnismerkið var brotið á þremur stöðum og bekkir við það í ólagi og útkrotaðir. Minnismerkið sem er burðarvirki úr hermannabragga var lagt niður - brot úr grindinni soðin saman á ný, viður á merkinu pússaður og lakkaður. Bekkirnir voru teknir í sundur og lakkaðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×